fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Sturla í árs bann fyrir svindl í golfi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 07:50

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll Golfsambands Íslands (GSÍ) staðfesti nýlega árs bann yfir Sturlu Höskuldssyni, kylfingi frá Akureyri, fyrir að hafa svindlað við skráningu forgjafar í aðdraganda Íslandsmótsins í höggleik. Forgjöf hans var einnig felld niður.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að málið hafi verið tekið fyrir hjá dómstól GSÍ eftir að ákvörðun aga- og forgjafarnefndar Golfklúbbs Akureyrar var kærð. Í dómnum kemur fram að Sturla hafi leikið þrjá hringi í lok júlí þar sem skráður ritari spilaði ekki með þann daginn. Foreldrar Sturlu staðfestu þess í stað skorkort hans. Sturla viðurkenndi að hafa sent skorkortið til foreldra sinna og þannig gert mistök en sagði að niðurstaða hringjanna þriggja hefði verið rétt skráð.

Það vakti grunsemdir að meðal hringjanna var besti hringur sumarsins en þá lék Sturla á pari vallarins. Sturla viðurkenndi að hafa hætt leik eftir tvær holur en hafi klárað hringinn síðar þennan sama dag og þá einsamall.

Dómstóll GSÍ telur að ábyrgðin liggi hjá Sturlu og ekki væri hægt að líta á það til refsilækkunar að hann hefði starfað fyrir GSÍ og PGA-samtökin á Íslandi. Um ítrekuð og alvarleg brot væri að ræða á reglum um forgjöf og staðfesti dómstóllinn tólf mánaða keppnisbann og niðurfellingu forgjafar Sturlu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“