fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Íslenskur körfuboltamaður farinn í hungurverkfall – „Verkfall hefst kl. 22 í kvöld og varir þangað til ég fæ að æfa aftur eða ég dey“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. desember 2020 17:42

Pavel Ermolinski. Mynd: Daníel Rúnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pavel Ermolinski, leikmaður Vals í körfubolta og fyrrverandi leikmaður KR, er farinn í hungurverkfall. Hófst það kl. 22 í gærkvöld. Pavel gerir grein fyrir málinu á Twitter en vefurinn Karfan fjallar einnig um það.

Hungurverkfallið er viðbragð Pavels við áframhaldandi banni sóttvarnaryfirvalda við keppni og æfingum íþróttafólks. Í fyrsta tísti sínu um málið skrifar Pavel:

„Í ljósi nýjustu fregna hef ég hafið hungursverkfall. Virkar bæði sem mótmæli og aðhald í æfingalausu umhverfi. Verkfall hefst kl. 22 í kvöld og varir þangað til ég fæ að æfa aftur eða ég dey.“

Rétt fyrir vinnslu fréttarinnar greindi Pavel frá því að hungurverkfallið hefði varað í 20 klukkustundir og hann væri með hausverk. Ætlar hann að drekka bláan Kristal og te.

Þess má geta að síðasta máltíð Pavels áður en hungurverkfallið hófst var samloka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum