Barcelona vann 4-0 sigur gegn Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Lionel Messi var á meðal markaskorara Barcelona og hann tileinkaði mark sitt landa sínum, Maradona, sem lést á dögunum.
Messi innsiglaði 4-0 sigur Barcelona með marki á 73. mínútu og fagnaði með því að fara úr treyju Barcelona og þá blasti við treyja Newell’s Old Boys. Maradona spilaði með liðinu tímabilið 1993-1994 og Messi spilaði með yngri flokkum félagsins frá 1994-2000 og hélt síðan til Barcelona.
Fagnið hjá Messi er hins vegar dýrt fyrir Barcelona sem verður sektað um 3 þúsund evrur, tæpar 500 þúsund krónur vegna þess.
Messi yfirgaf Newell’s Old Boys 13 ára gamall en hann vildi minnast Maradona með því að sýna heimsbyggðina treyju félagsins þar sem Maradona lék fimm leiki.
Með fagni sínu braut Messi reglur Liga Liga sem mun nú sekta Börsunga fyrir athæfi Messi.