fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fókus

10 ráð til að komast í jólaskap strax

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 28. nóvember 2020 19:42

Norsku þættirnir Home for Christmas eru dásamlegir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haltu jólaboð – strax
Þetta er ekki grín og það dugar að það sé einn gestur. Það sem verður að vera á boðstólum er jólatónlist, sparilegur klæðnaður, kerti, dúkur, jólaöl, piparkökur, flatbrauð með hangikjöti og konfekt.

2 Jólatónlist
Gerðu jólalagalista á Spotify og leyfðu þér að hlusta á hann daglega.

3 Jólamynd
Horfðu á jólamynd eða þátt. Nýtt efni hrúgast nú inn á efnisveiturnar. Love Actually og Home Alone standa svo alltaf fyrir sínu og norsku þættirnir Home for Christmas á Netflix eru æði.

4 Bakstur
Bakaðu smákökur og drekktu ískalda mjólk.

5 Jólaljós
Hengdu upp jólaljós. Meira er betra.

6 Föndur
Föndur hvers konar er alltaf jólalegt. Hægt er að kaupa ýmsa föndurkassa til að gera sápur, kerti og bað­bombur á urd.is eða grípa í eitthvað einfaldara og föndra jólamerkimiða.

7 Jólaskraut
Keyptu þér eitt nýtt jólaskraut og stilltu því upp á góðan stað.

8 Ilmkerti
Kveiktu á jólalegu ilm­kerti eða kveiktu í kanilstöng og leggðu í eldfast mót. í Body Shop fást líka dásamlegir ilm­olíubrennarar og dropar.

9 Keðjupakkaleikur
Startaðu keðjupakka­leik. Settu lítinn glaðning á tröppurnar hjá vini eða vinkonu og skoraðu á viðkom­andi að gera það sama fyrir einhvern annan.

10 Góðgerðarmál
Pakkaðu inn pakka og gefðu til góðgerðarmála. Það er fátt jólalegra en kærleikurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Siðprúðir og heiðarlegir menn beðnir um að gefa sig fram

Siðprúðir og heiðarlegir menn beðnir um að gefa sig fram