fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Antony Blinken sagður verða næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 05:24

Antony Blinken. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að skýra frá nöfnum nokkurra þeirra sem hann hefur valið til að gegna ráðherraembætti í ríkisstjórn sinni, sem tekur við völdum 20. janúar næstkomandi, á þriðjudaginn. Hann er sagður ætla að gera Antony Blinken, 58 ára, að utanríkisráðherra.

Bloomberg News hefur þetta eftir heimildarmönnum. Í gær skýrði Ron Klain, verðandi starfsmannastjóri Biden, frá því í sjónvarpsviðtali að Biden muni kynna nokkra af ráðherrum sínum á þriðjudaginn. Blinken starfaði fyrir þjóðaröryggisráðgjafa Barack Obama frá 2013 til 2015 og frá 2015 til 2017 var hann varautanríkisráðherra í stjórn Obama.

Reuters hefur eftir aðila, sem stendur Biden nærri, að Blinken sé langlíklegastur til að verða utanríkisráðherra í ríkisstjórn hans. Hann hefur árum saman verið einn af nánustu samstarfsmönnum Biden. Þeir sem þekkja til hans segja að hann sé diplómat fram í fingurgómana, skynsamur og yfirvegaður og mjög vel að sér varðandi utanríkisstefnu og málefni.

Í kjölfar ósigurs Hillary Clinton í forsetakosningunum 2016 var Blinken meðstofnandi að ráðgjafafyrirtæki sem veitir ráðgjöf um áhættu á alþjóðasviðinu varðandi stjórnmál.

Hann er menntaður lögfræðingur frá Harvard og hefur verið virkur í stjórnmálum frá lokum níunda áratugarins þegar hann tók þátt í fjáröflun fyrir kosningaframboð Michael Dukakis. Hann var ræðuskrifari fyrir Bill Clinton þegar hann gegndi forsetaembættinu.

En þrátt fyrir að Biden vilji fá Blinken sem utanríkisráðherra þá er ekki útséð með að hann verði það því öldungadeildin þarf að samþykkja ráðherra ríkisstjórnarinnar. Ekki liggur enn fyrir hvort það verða Demókratar eða Repúblikanar sem fara með meirihluta þar næstu tvö árin en niðurstaða mun fást í það í byrjun janúar þegar kosið verður um tvö sæti Georgíuríkis í öldungadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi

Framkvæmdastjóri N1: Það kostar mikið að halda úti eldsneytisinnviðum á Íslandi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp