fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Eru bara tveir Íslendingar hæfir í starfið?

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 12:00

Mynd: Síminn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson formaður KSÍ og stjórn sambandsins mun á næstu dögum fara í þau mál að finna nýjan landsliðsþjálfara fyrir A-landslið karla. Samningur Erik Hamren er á enda eftir leikinn við England á morgun og hefur hann ekki áhuga á að stýra liðinu áfram.

Hamren greindi frá því um helgina að hann hefði ákveðið að stíga til hliðar eftir að íslenska liðinu mistókst að komast inn á Evrópumótið næsta sumar.

Margir velta því fyrir sér nú hver verður ráðinn í starfið nú þegar ljóst er að einhver kynslóðaskipti eru á næsta leyti. „Landsliðsfyrirliðinn sagði á blaðamannafundi um daginn að gullkynslóðin ætti nóg eftir. Metnaður okkar bestu manna virðist vera til staðar og ef þeir hafa enn hungur í að reyna við annað stórmót verður ráðning næsta þjálfara að ríma við þann metnað,“ sagði Tómas Þór Þórðarson ritstjóri enska boltans við Fréttablaðið um hugsanlegan arftaka Hamren.

Í huga Tómasar eru bara tveir íslenskri þjálfarar hæfir í starfið. „Eini Íslendingurinn, að mínu mati, sem á að vera á blaði er Heimir Hallgrímsson og mögulega Freyr Alexandersson vegna sinna starfa með landsliðinu.“

Tómas segir að KSÍ verði að passa sig á því að láta ekki hugsun um krónur og aura minnka metnaðinn í kringum liðið. „Nöfn eins og Rikard Norling og Bo Henriksen gætu verið spennandi kostir. KSÍ þarf að huga að ýmsu í þessari ráðningu. Að sjálfsögðu þarf að passa budduna en það má ekki láta krónur og aura minnka metnaðinn í ráðningunni því árangur A-landsliðs karla er helsti tekjuliður sambandsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“