fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Ólga á Egilsstöðum – „Sexúalísera kennarana sína og tala niður til kvenna“ – „Þetta er nú meira vælið stelpur“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 13:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undir myllumerkinu #MEVarpið á Twitter mátti finna mikla og fjöruga umræðu í gær. Um var að ræða umræðu í kringum útsendingu á útvarpsþætti hjá strákum sem stunda nám við Menntaskólann á Egilsstöðum. Þátturinn var sýndur í beinni á netinu en DV hefur ekki enn tekist að nálgast upptöku af þættinum.

Skoðanir á því sem fram kom í þættinum virtust vera nokkuð tvískiptar. Á meðan stelpur sem tjáðu sig um þáttinn voru ósáttar með það sem þar kom fram voru flestir strákarnir ekki á sama máli. Þó voru nokkrir strákar sem höfðu sömu skoðanir og stelpurnar.

Á Twitter sagði stelpa nokkur að strákarnir í þættinum hefðu meðal annars verið „gera lítið úr dreifingu nektarmynda, sexúalísera kennarana sína og tala niður til kvenna“. „Hvað er ég að hlusta á?“ spurði önnur. Þá sagðist ein vona að núverandi námsfyrirkomulag verði lengur í gildi. „Ég vil að fjarnám haldi áfram fram að jólum svo að ég þurfi ekki að sjá þessi ógeð í sömu byggingu og ég.“

Þó virðast flestir strákanna sem tjáðu sig um þáttinn vera á öðru máli. „FemeNASISTAR að hlusta bara til að væla. Finnið ykkur eitthvað betra að gera takk. Eruð mjög flottir strákar mínir,“ sagði einn. „Þetta er nú meira vælið stelpur,“ sagði annar.

Þátturinn notaðist við merki Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum en þrátt fyrir það sögðu einhverjir að þátturinn hafi ekki verið í nafni skólans. „Þetta er ekki á vegum NME,“ sagði strákur nokkur í umræðunni. „Má þetta heita ME-varpið ef þetta á ekki að vera tengt við Menntaskólann á Egilsstöðum? Sting upp á strákaspjallið eða karlrembuspjallið,“ sagði þá stelpa nokkur.

Formaður Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum ræddi við DV og vildi koma því á framfæri að útvarpsþátturinn væri hvorki á vegum nemendafélagsins né skólans, þrátt fyrir að nafnið gæfi það í skyn. Þá vildi formaðurinn einnig láta vita að búið væri að ræða við þá sem áttu þátt í málinu og þeir hefðu viðurkennt mistök sín.

„Náttúrulega bara ekkert í boði“

DV ræddi við Árna Ólason, skólameistara Menntaskólans á Egilsstöðum um málið. Árni hafði ekki heyrt af þessu en hyggst kynna sér málið og hafa samband við þá sem voru í útvarpinu. „Ég veit alveg hverjir standa fyrir þessu þannig ég leita mér upplýsinga um það. Ég hef ekkert um þetta að segja því ég hef ekki heyrt þetta,“ segir Árni í samtali við DV. „Það er náttúrulega bara ekkert í boði sko, eins og alls staðar,“ segir Árni þegar hann var spurður um skoðun skólastjórnar á þeim ummælum sem höfð eru eftir strákunum í útvarpinu.

„Þetta lýsir bara þeim aðilum sem þetta segja, alveg sama á hvaða vettvangi þetta er. Mér dettur helst í hug að þetta hafi átt að vera einhvers konar djók fyrir félagana en það er samt náttúrulega algjörlega út úr korti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna