fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Hrollvekjandi uppgötvun í búi drápsgeitunga

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. nóvember 2020 11:00

Þeir geta orðið rúmlega 5 sm á lengd. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega eyddu sérfræðingar í Washingtonríki búi svokallaðra drápsgeitunga. Þetta var fyrsta bú þessarar tegundar sem fundist hefur í Bandaríkjunum. Við rannsókn á búinu kom í ljós að í því voru um 500 lifandi flugur á mismunandi þroskastigum.

Það sem vakti einna mesta athygli var að í búinu voru um 200 drottningar sem hefðu getað stofnað eigin bú að sögn Sven-Erik Spichiger skordýrafræðings sem stýrir baráttunni við þennan vágest. „Við komum á síðustu stundu,“ sagði hann.

En þrátt fyrir að þessu búi hafi verið eytt þá telja vísindamenn að ekki hafi tekist að uppræta tegundina því líklega hafi einhverjar drottningar sloppið og séu búnar að koma sér upp búum. Stungur þessarar tegundar eru mjög sársaukafullar og geta verið banvænar í sjaldgæfum tilfellum. Þær leggjast gjarnan á hunangsflugur og drepa þær og éta og eru færar um að eyða búum þeirra.

Tegundin er upprunninn í Asíu og er því boðflenna í amerískri náttúru. Þetta er stærsta geitungategund heims en flugurnar geta orðið rúmlega 5 sm á lengd.

Í Washington hefur fólk miklar áhyggjur af komu tegundarinnar því þar er landbúnaður mikilvægur en geitungarnir geta haft neikvæð áhrif á hann því þær lifa á skordýrum sem eru meðal annars nauðsynleg fyrir landbúnaðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn