fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Mikil fjölgun dauðsfalla af völdum COVID-19 í Indónesíu – Kirkjugarðar í Jakarta eru að fyllast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 20:35

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hefur dauðsföllum af völdum COVID-19 fjölgað mikið í Indónesíu. Í höfuðborginni Jakartar er ástandið orðið svo alvarlegt að jarðýtur eru nú notaðar til að útbúa nýjan kirkjugarð á fimm ekrum norðan við borgina. Ástæðan er að aðrir kirkjugarðar eru að fyllast.

Á föstudaginn höfðu yfirvöld skráð 105.000 smit í borginni og rúmlega 2.200 dauðsföll.  Samkvæmt gögnum frá Johns Hopkins háskólanum er dánartíðnin í Indónesíu ein sú hæsta í heimi.

Samkvæmt frétt The Washington Post þá gerir það ástandið ekki betra að á næstu mánuðum má reikna með fleiri dauðsföllum af öðrum orsökum en COVID-19 vegna monsúnrigninganna sem hefjast brátt.

Í Jakarta búa rúmlega 10 milljónir en borgin er lítil og þéttbýl. Þar eru því vandamál við að grafa alla því ekki má brenna líkin samkvæmt íslamskri trú en 90% landsmanna eru múslímar.

Yfirvöld gripu til umfangsmikilla sóttvarnaaðgerða í mars vegna heimsfaraldursins og hafa skólar verið lokaðir síðan og öll kennsla fer fram á netinu. Aðeins var slakað á hömlunum um miðjan október og gátu þá fleiri verslanir opnað en aðeins mátti hafa verslanir sem selja matvörur og lyf opnar fram að því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rekinn eftir samlokuárás

Rekinn eftir samlokuárás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum

Kennari sendi myndir af sér á nærfötunum einum fata til nemanda – Svipt kennsluréttindum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega