fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Eldar ógna Amazon og fleiri svæðum í Suður-Ameríku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 07:50

Eldar í Amazon eru oft af mannavöldum en þeim er ætlað að ryðja skóginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Amazon og Pantanal, sem er stærsta votlendissvæði heims, í Suður-Ameríku hafa fleiri eldar logað á þessu ári en öllu síðasta ári. Ástæðan er skógarhögg að mati náttúruverndarsamtakanna WWF.

Brasilíska geimferðastofnunin skráði 17.326 elda í Amazon í október. Það eru tvöfalt fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. Á gervihnattarmyndum sáust tæplega 100.000 eldar á fyrstu tíu mánuðum ársins, fleiri en allt árið í fyrra.

Sérfræðingar og ýmis samtök segja að ástæðan fyrir þessu sé sú stefna sem Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, rekur. Hann er fullur efasemda um loftslagsbreytingarnar og styður aukið skógarhögg og landbúnað á þessum svæðum.

Oft eru eldar kveiktir til að ryðja land sem á að taka undir landbúnað, sérstaklega undir nautgriparækt. Það hélt ekki aftur af öllum að bann var lagt við slíku í 120 daga í júlí.

Amazonskógurinn er eitt fjölbreyttasta vistkerfi heimsins. Pantanal, sem er sunnar og nær upp að Paragvæ og Bólivíu, býr yfir einum mesta fjölda dýra og planta á einu svæði. Þar voru tæplega 3.000 eldar skráðir í október og hafa aldrei verið fleiri í einum mánuði síðan skráning hófst 1998. Talið er að um 23% votlendisins hafi brunnið á þessu ári en í heildina hafa 21.115 eldar verið skráðir þar það sem af er ári eða tvöfalt fleiri en allt síðasta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi