fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Hani varð lögreglumanni að bana

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 1. nóvember 2020 16:33

Hani á vappi. Hann tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Bolok, lögreglumaður á Filippseyjum  lést nýlega þegar hann reyndi að stöðva ólöglegan hanaslag. Lögreglan segir að málmblað, eins og hnífsblað, sem búið var að festa á hanann hafi skorið slagæð í læri Bolok í sundur.

Samkvæmt frétt CNN þá var Bolok strax fluttur á sjúkrahús en var úrskurðaður látinn við komuna þangað vegna mikils blóðmissis.

Ólöglegt og löglegt hanaat eiga sér langa sögu á Filippseyjum en hanaat var bannað í ágúst eftir að í ljós kom að þar áttu mörg COVID-19 smit sér stað.

Ólögleg öt fara oft fram á leynilegum stöðum neðanjarðar til að forðast laganna verði.

Þrír voru handteknir á hanaatinu og lögreglan veit hverjir þrír til viðbótar, af viðstöddum eru, og ætlar að hafa uppi á þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma

Hófdrykkjufólk er í aukinni hættu á að fá krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni