fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Edda Sif gerir upp málið sem rætt var á kaffistofum – „Vissi ekki að ég ætti að tala við hann eins og aumingja“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. október 2020 20:50

Edda Sif Pálsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli árið 2018 þegar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu gegn Argentínu á Heimsmeistaramótinu í fótbolta. Sjálfur Lionel Messi steig á punktinn og Hannes sá við honum.

Eftir leik fór Hannes í viðtal við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV sem ræddi við hann um leikinn og vítaspyrnuna. „Kannski ekkert hans besta víti,“ sagði Edda þegar hún ræddi við Hannes og sumir ákváðu að hneykslast yfir því.

Hey! Það þarf að verja þessi víti líka,“ sagði Hannes léttur eftir leikinn.

Stærsta stund Íslands á HM

Kom að uppgjöri:

Hannes og Edda Sif voru svo gestir í hinum vinsæla Kviss þætti sem Björn Bragi Arnarson stýrir á Stöð2 um síðustu helgi, þar var málið gert upp. „Fólk var að tala um að þú hafir verið að gera lítið úr Hannesi,“ sagði Björn Bragi léttur og opnaði á umræðuna.

Hannes Þór tók þátt í gríninu með Birni. „Eigum við ekki að segja að hún hafi verið að gera lítið úr íslensku þjóðinni,“ sagði Hannes og brosti.

Viðtalið fræga má sjá hérna

Edda var ekki á sama máli og sagðist hafa verið að sýna Hannesi virðingu. „Mér fannst ég vera sýna honum virðingu og talaði bara við hann eins og ég myndi tala við Buffon. Hann var mættur á HM í fótbolta og ég vissi ekki að ég ætti að tala við hann eins og aumingja,“ sagði Edda létt.

Hannes hélt þá áfram og sagði. „Íslenska þjóðin er ósammála þessu og ég tel að það sé kominn tímapunktur til að biðja hana afsökunar.“

Umræðuna úr þættinum má sjá hér að neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp

England: Burnley þarf á kraftaverki að halda – Jóhann Berg lagði upp
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Í gær

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“
433Sport
Í gær

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus
433Sport
Í gær

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Í gær

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“