fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Sár og svekktur eftir höfnun gærdagsins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mesut Özil miðjumaður Arsenal á sér enga framtíð hjá félaginu og gæti hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið. Arsenal skilaði í gær inn leikmannalista sínum fyrir ensku úrvalsdeildina og Özil kemst ekki á 25 manna lista félagsins.

Özil er með yfir 60 milljónir króna í laun á viku en Mikel Arteta hefur ekki áhuga á að nota hann. Miðjumaðurinn frá Þýskalandi hefur ekkert spilað á þessu tímabili og hefur varla komið við sögu á þessu ár eftir að Arteta tók til starfa.

Honum sárnar meðferðin mjög og hefur sent frá yfirlýsingu. „Það er erfitt að skrifa stuðningsmönnum Arsenal þessi skilaboð eftir að hafa verið hérna um langt skeið. Ég er sár yfir þeirri staðreynd að ég komist ekki í þennan hóp fyrir ensku úrvalsdeildina, ég skrifaði undir nýjan samning við Arsenal árið 2018 og vildi þar sanna ást mína og hollustu við félagið. Það særir mig að fá það sama ekki til baka, það er lítið traust,“ sagði Özil.

„Ég var ánægður með hvernig hlutirnir gengu undir stjórn Mikel Arteta fyrir kórónuveiruna. Þetta var á góðri leið og ég spilaði vel, ég fæ í dag ekki að spila fótbolta með Arsenal.“

„London er mitt heimili, ég á góða vini í liðinu og finn sterka tengingu við stuðningsmenn okkar. Ég mun halda áfram og berjast fyrir því að fá tækifæri, ég læt ekki mitt áttunda ár hérna enda svona,“ sagði Özil í yfirlýsingu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sancho hefur engan áhuga á því að snúa aftur til United

Sancho hefur engan áhuga á því að snúa aftur til United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gary Martin á eldi í Ólafsvík – Sjáðu markið og stoðsendingarnar um helgina

Gary Martin á eldi í Ólafsvík – Sjáðu markið og stoðsendingarnar um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“
433Sport
Í gær

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu
433Sport
Í gær

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af