fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Sveitastjóri tekur á sig launalækkun vegna kórónukreppunnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 16. október 2020 12:03

Mynd/xdnordur.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, mun taka á sig launalækkun frá og með 1. janúar næstkomandi. Ástæðan er erfiðleikar í rekstri sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Þetta kemur fram í frétt Vikublaðsins.

Kristján Þór lagði fram minnisblað nýlega þar sem kom fram að Norðurþing hafi fundið fyrir rekstrarerfiðleikum vegna heimsfaraldursins og útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2020 benti til þess að einnig verði um mikinn hallarekstur að ræða á næsta ári.

Því sé nauðsynlegt að grípa til hagræðingaraðgerða en reyna þó að halda í störf og auka ekki atvinnuleysisvandann í sveitarfélaginu og hætta með því á brottflutning fólks.

Byggðarráð Norðurþings lagði til að laun kjörinna fulltrúa og nefndarmanna yrðu lækkuð frá 1. janúar næst komandi um liðlega 6 prósent. Við þetta væri hægt að spara um 3,6 milljónir. Lagt var til að lækkunin gildi út árið 2021.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu