fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fókus

Fyrrverandi kaffibarþjónn afhjúpar hvað kaffið þitt segir um persónuleika þinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 16. október 2020 12:00

Bruno segir að kaffipöntun þín segir heilmikið um hvers konar manneskja þú sért.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi kaffibarþjónninn Bruno Bouchet, frá Sydney, starfaði á McCafé um árabil. Samkvæmt honum segir hvers konar kaffi þú pantar á kaffihúsum heilmikið um persónuleikann þinn, og þetta eru ekki góðar fréttir fyrir capuccino aðdáendur. Hann fer yfir málin með Daily Mail Australia.

„Ég gat nánast alltaf sagt til um hvers konar manneskja væri að fara að sækja kaffið þegar ég las pöntunina á skjánum hjá mér,“ segir hann og útskýrir núnar.

„Svart kaffi: Ekkert rugl og kurteis. Cappuccino: Karen [leiðinleg týpa] í skítugum bíl. Það er magnað hvað kaffipöntunin segir mikið til um þig.“

Bruno vann um árabil á McCafe.

Bruno fer yfir hvað kaffipöntunin þín segir um þig.

Americano

Tvöfaldur espresso og sjóðandi vatn.

Samkvæmt Bruno eru þeir sem panta americano kurteisir og ekkert vesen á þeim.

„Americano er fyrir leiðtoga, veraldavanda og karlmenn sem eru stórir að neðan,“ segir hann.

Flat white

Espresso með flóaðri mjólk sem er ekki froðukennd heldur silkimjúk.

Bruno segir að þeir sem panta flat white séu „viðkvæmir“ og „gáfaðir.“

Latte

Einfaldur eða tvöfaldur espresso, fylltur upp með heitri mjólk og lítilli froðu.

Þetta er vinsælasta kaffipöntunin en Bruno segir að latte aðdáendur séu „óþroskaðir.“

„Ef kaffi er kynlíf þá er latte trúboðsstellingin. Þú ættir ekki að vera að panta latte ef þú ert 25 ára og eldri,“ segir hann.

Cappuccino

Einfaldur eða tvöfaldur espresso fylltur upp með silkimjúkri mjólk.

Bruno lýsir þeim sem panta sér cappuccino sem „Karen“ í „skítugum bíl“.

Það hefur varla farið framhjá netverjum að undanfarið ár hefur nafnið Karen fengið á sig slæmt orð. Það er notað yfir hvítar forréttindakonur sem liggja ekki á skoðunum sínum og vilja gjarnan fá að tala við yfirmann. Í stuttu máli er „Karen“ ansi leiðinleg týpa.

„Þeir sem drekka cappuccino eru ósnyrtilegir sóðar sem kvarta. Ef þú þarft súkkulaðispæni til að geta drukkið kaffið þitt, hvað með að skipta bara yfir í heitt súkkulaði eða jafnvel betra; arsenik,“ segir Bruno.

Espresso

Samkvæmt Bruno eru þeir sem drekka espresso „einbeittir“ og „farsælir.“

Mocha

Einfaldur eða tvöfaldur espressó fylltur upp með heitu súkkulaði og flóaðri mjólk og toppaður með þeyttum rjóma.

Bruno segir að þeir sem drekka mocha séu „vingjarnlegir“ en „ekkert sérstaklega gáfaðir.“

„Ég gæti aldrei verið nógu hugrakkur til að panta mocha sjálfur, en ég er tilbúinn að ýta ömmu minni niður stiga fyrir þetta guðdómlega kaffi og súkkulaði kombó,“ segir hann.

Írskt kaffi

Espresso, viskí og þeyttur rjómi.

Þeir sem drekka írskt kaffi eru „snillingar sem gefa mikið þjórfé.“

„Ef sólin er á lofti og þú ert að drekka einn svona bolla, þá er það vandamál elsku vinur,“ segir hann.

Stór macchiato

Tvöfaldur eða þrefaldur espressó og mjólkurfroða.

Samkvæmt Bruno eru þeir sem drekka stóran macchiato „vinalausir“ og eru „slæmir í vinnunni sinni.“

„Barþjónar eru ekki einu sinni sammála um hvað sé stór macchiato. Sumir setja örlítið af mjúkri froðu í svart kaffi á meðan aðrir hafa þetta sem tvöfaldan espresso með smá mjólk og froðu,“ segir hann.

Lítill macchiato

Einfaldur espressó og mjólkurfroða.

Þeir sem drekka lítinn macchiato eru „hrokafullir en ótrúlega óöruggir“ samkvæmt Bruno.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fókus
Í gær

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”

,,Þetta var komið gott eftir líflátshótanir”
Fókus
Í gær

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti

Helgi Seljan og pabbabrandarinn sem endaði á prenti
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf

Velta fyrir sér tekjum Gústa B eftir að hann pungaði út milljónum í sumargjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“

Vikan á Instagram – „Maður fer all inn á brókinni fyrir vinkonu sína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“

Guðrún byrjaði með manni í fangelsi og varð ólétt eftir hann – „Ég vissi ekki fyrir hvað hann sat inni“