fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni fá ekki skaðabætur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 08:00

Hjólhýsabyggð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórnin í Bláskógabyggð hefur ákveðið að á næstu tveimur árum verði hjólhýsasvæðið við Laugarvatn rýmt. Ástæðan er vegna öryggismála en verið er að bregðast við ábendingum lögreglustjórans á Suðurlandi, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að sögn Ástu Stefánsdóttur sveitarstjóra.

Jóhannes Helgi Bachmann, hefur boðist til að taka yfir hjólhýsasvæði yfir og sjá um endurbætur og uppbyggingu á því. Sveitarstjórnin hafnaði þessu erindi hans í síðustu viku. Fréttablaðið hefur eftir honum að hann telji sveitarfélagið skaðabótaskylt ef svæðið verður lagt niður sem hjólhýsasvæði.

„Þetta er alveg út í hött. Það er búið að leyfa uppbyggingu á margra milljóna króna mannvirkjum og svo á bara að rýma svæðið,“

hefur Fréttablaðið eftir Jóhannesi sem sagðist sjálfur hafa skipulagt sumarhúsasvæði í landi Markar í Villingaholtshreppi.

„Ég bauð að ég myndi fjármagna allar breytingar og viðbætur. Það þarf að grisja svæðið og stækka það og gera betri fráveitu og betri vatnsmál og eldvarnir. Þetta er alveg hægt en kostar bara peninga. Ég bauð þeim að sjá um þetta og ég fengi svæðið í staðinn til eignar.“

Hjólhýsahverfið á Laugarvatni á sér um hálfrar aldar sögu en þar eru nú um 200 hjólhýsi.

„Þegar það er leyft að byggja upp, þó svo að það sé ekki í samningi, þá er komin hefð sem verður lögbundin á vissum árafjölda. Með því að leyfa þetta eru þeir búnir að skapa grundvöll fyrir skaðabótaskyldu – ef þeir ætla að láta rýma svæðið,“

 er haft eftir Jóhannesi.

Ásta sagðist ekki telja neinar líkur á að sveitarfélagið þurfi að greiða skaðabætur því samningarnir séu til ákveðins tíma og ef ljóst sé að þeir verði ekki framlengdir þurfi leigutakar að fjarlægja eigur sínar og mannvirki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu