fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Saga Mistar er saga hetju sem aldrei gefst upp – „Mér fannst bara poppa út kúlur á hálsinum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. október 2020 08:45

Skjáskot - RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mist Edvardsdóttir hefur vakið athygli fyrir öfluga frammistöðu með Val í efstu deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Það er ekki bara frammistaðan sem hefur vakið athygli því saga hennar er ótrúleg, saga hetju sem aldrei gefst upp.

Þau eru misjafnlega erfið verkefnin sem fólk fær í lífinu en Mist sem er 29 ára gömul hefur barist við krabbamein á lífsleiðinni auk þess sem hún hefur í þrígang slitið krossband. Slík meiðsli eru á meðal þeirra erfiðustu sem íþróttafólk getur lent í.

Fyrir sex árum síðar fór Mist að finna fyrir einkennum krabbameins og greindist með krabbamein í eitlum.

„Þetta er í febrúar 2014 sem ég tek fyrst eftir einhverju en ég fæ ekki greininguna fyrr en í júní. Ég man að ég var heima hjá mér að bursta tennurnar og lyfti upp hendinni þá fannst mér bara poppa út kúlur á hálsinum. Ég man að ég fór til mömmu í lok maí og sagði bara annað hvort er ég að verða eitthvað klikkuð eða þá að það er eitthvað að,“ sagði MIst í samtali við RÚV.

Mist taldi að það yrði leikur einn að koma sér í gang eftir lyfjameðferð. „Maður er svo barnslega einfaldur, ég hugsaði bara ókei þetta er sex mánaða lyfjameðferð og ég dett út í júní og er búin um jólin, ég get verið kominn á Algarve með landsliðinu í mars. Það var alls ekki málið, ég var ekki einu sinni byrjuð að æfa í mars.“

Eftir sigurinn á þessum alvarlega sjúkdómi hefur Mist svo slitið krossband í þrígang en aldrei gefist upp. Hún telur sig eiga nóg eftir á knattspyrnuvellinum. „Er ekki alltaf talað um mílur á tanknum? Minn tankur hefur verið í geymslu í einhvern tíma. Ég hef lært það síðustu ár að vera ekkert að plana of mikið framhaldið. Á meðan ég hef gaman að þessu og mér líður vel þá langar mig að halda áfram,“ sagði Mist við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen