fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

Rúmlega ein milljón dauðsfalla af völdum COVID-19 á heimsvísu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 05:40

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau sorglegu tímamót urðu í nótt að fjöldi látinna af völdum COVID-19 á heimsvísu fór yfir eina milljón. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum. Þegar þetta er skrifað sýna gögn háskólans að 1.000.555 séu látnir af völdum veirunnar.

Flestir hafa látist í Bandaríkjunum eða 205.000. Þar á eftir kemur Brasilía með 142.000 látna. Samtals hafa rúmlega 33 milljónir smita verið staðfest á heimsvísu. Líklegt má telja að fjöldi smitaðra og látinna sé hærri því mörg lönd búa ekki yfir nægilegri getu til að taka sýni og skrá dauðsföll rétt.

Kórónuveiran, sem veldur COVID-19, uppgötvaðist í Kína í lok síðasta árs og hefur síðan borist út um allan heim. Evrópa fór illa út úr fyrstu bylgju faraldursins sem skall á af fullum þunga í febrúar og mars. Í vor og sumar fækkaði smitum mikið en á síðustu vikum hefur þeim fjölgað mikið víða í álfunni.

Í Bandaríkjunum hefur gengið illa að ná tökum á faraldrinum og nú fjölgar smitum þar á nýjan leik. Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, segir áhyggjuefni að smitum fari fjölgandi í ríkinu. Á sunnudaginn voru 53.000 sýni tekin og reyndust 834 vera smitaðir af veirunni. Hann segir að þetta sé lágt hlutfall en samt sem áður sé það áhyggjuefni að smitum fari fjölgandi á ákveðnum svæðum.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO segir að hætt sé við að tvær milljónir manna muni látast af völdum veirunnar ef ekki sé gripið til markvissra aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið

Bókin sem Sarkozy tekur með sér í fangelsið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda