fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Meðal stærstu viðurkenninga sem Íslendingur hefur fengið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 25. september 2020 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er bara geggjað og einhver stærsta viðurkenning sem komið hefur fyrir íslenskan fótbolta,“ sagði hinn öflugi markmannsþjálfari Guðmundur Hreiðarsson, um félagaskipti RúnarsA lex Rúnarssonar til Arsenal frá Dijon í Frakklandi. Þetta stóra skref Rúnars Alex hefur vakið mikla athygli og er um að ræða eitt stærsta tækifæri sem íslenskur knattspyrnumaður hefur fengið. Rúnar er 25 ára gamall en vegferð hans er áhugaverð, hann byrjaði sem útispilari þegar hann bjó í Belgíu og þótti öflugur sem slíkur. Hann átti sér hins vegar draum um að vera markvörður og í dag stendur hann uppi sem sigurvegari.

Körfuboltinn hjálpaði
Rúnar er 25 ára gamall en hann ólst upp í Belgíu þar sem faðir hans, Rúnar Kristinsson,lék um langt skeið. Rúnar kom til Íslands og lék með KR þar sem Guðmundur var markmannsþjálfari hans. Helsti styrkleiki markvarðarins er hversu vel hann les leikinn. „Maður sá strax hvað hann hafði umfram aðra, hann hafði rosalega þrívídd. Frábæran leikskilning og í nútíma markmönnum er mikil krafa um að markvörður sé góður í fótbolta, 80 prósent af því sem markvörður gerir í dag er með fótunum. Hann hafði spilað sem útileikmaður í Belgíu og svo var hann í körfubolta, sem hjálpaði honum hvað markvörsluna varðar. Hann hafði mikinn áhuga á að verða markvörður, hann hafði ekki þann hraða sem krafist er af útileikmönnum. Ég held að hann hafi alveg valið rétt eins og margir markmenn sem voru áður útileikmenn.“

Bernd Leno hjá Arsenal var útileikmaður og var valinn úr hópi 250 einstaklinga hjá Stuttgart sem miðjumaður. Hann gerðist markvörður tveimur árum síðar þegar komu upp meiðsli. „Þarna eru tveir topp markverðir að berjast um sætið og hafa báðir bakgrunn sem útileikmenn. Þeir eru ekki líkir en samt ekki ólíkir, þeir hafa þennan leikskilning og staðsetningar sem erfitt er að þjálfa,“ sagði Guðmundur um félagaskipti Rúnars.

Rúnar Alex og Guðmundur Hreiðarsson þekkjast vel, en þeir unnu saman hjá KR og í íslenska landsliðinu. MYND/EYÞÓR

Stóra prófið er á Englandi
Guðmundur segir ekki auðvelt að benda á veikleika Rúnars en veikleikar markmanns komi oftar en ekki í ljós á Englandi. „Allt sem hann gerir virkar einfalt fyrir hann, en gæti litið út mjög flókið fyrir aðra. Hann stendur lengi og hefur úthaldið. Einn á móti einum er hann frábær. Hann les leikinn vel, þannig að ef það kemur langur bolti, þá er hann vel staðsettur. Það er erfitt að tína út einhvern veikleika, veikleikinn kemur oft í ljós hjá markvörðum þegar þeir fara í enska boltann. Þú ert mögulega að spila bikarleiki á móti neðri deildar liðum, langir boltir og stórir miðverðir að koma inn í föst leikatriði. Það hefur reynst mörgum markvörðum erfitt, David De Gea, sem hefur verið einn besti markvörður í heimi, lenti í vandræðum þegar hann kom inn í enska boltann. Það verður áskorun fyrir Rúnar Alex en hann er með rétt hugarfar og alltaf klár í að læra,“ segir Guðmundur.

Ekkert kemur Rúnari Alex úr jafnvægi
Guðmundur telur að hugarfar Rúnars verði til þess að þetta stóra skref komi honum ekki úr jafnvægi. „Rúnar er jarðbundinn sem gerir það að verkum að hann er tilbúinn í þetta verkefni. Hlutirnir geta þróast hratt í fótboltanum og hann gæti fljótt endað sem fyrsti kostur Arsenal, það getur allt gerst þó hann komi fyrst um sinn inn sem varamarkvörður. Rúnar mun læra mikið af Leno og öfugt. Kostur hans er að það truflar hann ekkert, því stærra sem verkefnið er því betri er Rúnar Alex,“ sagði Guðmundur.

Hann bendir á að Rúnar hafi ungur að árum staðið í marki KR í stórleikjum hér á landi og ekki látið það hafa áhrif á sig. Guðmundur vonar að félagsskiptin virki hvetjandi fyrir unga drengi að gerast markmenn. ,,Þetta er geðveik auglýsing fyrir íslenskan fótbolta og áskorun til stráka sem langar að æfa mark“

Rúnar Alex var framherji og skoraði mikið í Belgíu. Hann lét drauminn sinn rætast, ástríða hans var í markinu. „Ég er ekkert viss um að pabbi hans hafi verið sammála honum á þeim tíma, en þetta er staðan í dag.“

Markmannsþjálfarinn hefur mikla trú
Inaki Cana, markmannsþjálfari Arsenal, þjálfaði RúnarAlex í Danmörku og hefur síðan þá haldið góðu sambandi við hann. Cana fór til starfa hjá Brentford og reyndi að kaupa Rúnar Alex þangað. Hann er stærsta ástæða þess að þetta stórveldi vildi Íslendinginn. ,,Hann hefur verið hjá þessum markmannsþjálfara hjá Nordsjælland, þeir þekkjast vel. Rúnar Alex hefur sett margan góðan markmann fyrir aftan sig í samkeppni, efnilegasta markvörð Svía sem dæmi. Fótbolti er ekki bara það að æfa og vera alltaf til taks, þetta er stundum smá heppni. Þú getur unnið þér hana inn, í Danmörku kynnist hann markmannsþjálfara sem setur pressu á hann. Rúnar svarar öllu því sem er kastað á hann þar, þjálfarinn fer svo til Brentford og þá vill hann fá Rúnar Alex þangað. Nú er sá þjálfari hjá Arsenal og þeir halda góðu sambandi. Þessi markmannsþjálfari er forsendan fyrir því að Rúnar Alex er í þessari stöðu. Hann er ekki að fá Rúnar Alex af því að hann er svo góður gæi, þjálfarinn er að setja sitt mannorð undir og hann treystir Rúnari. Ég er sannfærður um að ef einhver getur tekið þetta skref þá er það Rúnar Alex,“ segir Guðmundur Hreiðarsson spenntur fyrir framhaldinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi

Ætlar Chelsea að sækja sinn gamla stjóra í sumar? – Viðræður sagðar í gangi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kanarnir gera kröfu um að tveir leikir úr ensku deildinni verði spilaðir þar í landi

Kanarnir gera kröfu um að tveir leikir úr ensku deildinni verði spilaðir þar í landi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rúta PSG fór án Mbappe

Rúta PSG fór án Mbappe
433Sport
Í gær

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi

Fábjánagangur að mati Jóns – Hallir byggðar fyrir 6 milljarða en hafa ekki efni á samloku á ferðalagi
433Sport
Í gær

Markavélin tekur slaginn í úrvalsdeildinni næsta vetur – Orðinn 37 ára gamall

Markavélin tekur slaginn í úrvalsdeildinni næsta vetur – Orðinn 37 ára gamall
433Sport
Í gær

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“

Tónlistargoðsögnin faldi sig heima hjá vini sínum: Þakklátur fyrir enga samskiptamiðla – ,,Töldum þetta vera slæma hugmynd“