fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Dónalegar rafskútur hafa tekið yfir miðborgina

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 13. september 2020 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rafskútur eru farnar að setja svip sinn á miðborgina. Full mikið að mati sumra. Hjólin eru leigð tímabundið með því að nota app og getur fólk því hoppað á þau, rafskútað síðna leið og skilur svo hjólin eftir þegar þeirra er ekki þörf lengur. Þetta getur valdið því að mörg hjól safnist saman á vinsælum áfangastöðum borgarinnar.

Nokkur umræða hefur verið vegna málsins á Twitter. Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson spyr borgarstjóra hvort ekki þurfi að setja reglur varðandi rafskúturnar. Sérstaklega eftir að athygli var vakin á því á netinu að nýja rafskútuleigan, Wind, skilji margar skútur eftir á gagnstéttum þannig að þær geti orðið þrándur í vegi margra.

„Veit einhver hvaða fólk sér um þessar Wind rafskútur á Íslandi. Elska þessa byltingu, en fólk þarfað kunna mannasið,“ segir Gísli Marteinn. Hann biður Dag B. Eggertsson, borgarstjóra að íhuga að reglubinda notkun og aðskilnað rafskútna. „Er ekki fínt að afhenda þeim nokkur vel staðsett bílastæði fyrir skotturnar?“

Annar tístari sendir Wind fyrirtækinu skilaboð og biðlar til þeirra að gæta betur að því hvar skúturnar eru skildar eftir.

„Hæ Wind, þið veriðið að biðja starfsmenn ykkar í Reykjavík að láta af því að skilja skúturnar eftir á gangstéttum. Þetta getur valdið fólki vandamálum svo sem fólki í hjólastólum og hreyfihömluðum, sjónskertum, börnum, fólki með barnavagna og svo framvegis.“

Þetta vandamál virðist ekki bundið við Ísland. Fyrir nokkru var málefni rafskútna tekið fyrir í vinsælu grínteiknimyndunum South Park þar sem rafskútur tóku hreinlega yfir bæinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands

Vinsæll lendingarstaður Íslendinga kosinn versti flugvöllur Bretlands
Fókus
Fyrir 2 dögum

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela

Netverjar hneykslaðir eftir ráð áhrifavalds um hvernig ætti spara í morgunverðarhlaðborðum hótela
Fókus
Fyrir 3 dögum

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?

Er Loch Ness-skrímslið til í raun og veru?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“

Árni og Guðrún um reynslu sína af kynlífsklúbbum – „Hún límdist við mig eins og kolkrabbi“