fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Neyðarástand í Las Vegas – Skortur á klinki

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. september 2020 05:00

Mandalay Bay í Las Vegas. Mynd: EPA-EFE/BEN WENZ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má segja að neyðarástand ríki í spilavítum í Las Vegas. Ástæðan er að vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur magn smámyntar í umferð snarminnkað. Þetta hefur áhrif á spilavítin sem gera mikið út á spilakassa sem þarf að nota klink í.

Hér í Evrópu erum við vön að geta greitt með kortum næstum hvar sem er en í Bandaríkjunum er miklu útbreiddara að greitt sé með reiðufé. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft í för með sér að margar verslanir hafa þurft að loka og því eru færri sem gefa klink til baka. Auk þess var gert hlé á myntsláttu í nokkrar vikur í vor og byrjun sumar. En nú ganga myntsláttuvélarnar stanslaust og 1,6 milljarður mynta er settur í umferð mánaðarlega.

En það dugir ekki til að sögn Bloomberg. Að minnsta kosti ekki fyrir Las Vegas. Þar gera spilavítin mikið út á spilakassa sem er hægt að setja 25 cent í. Mörgum þeirra hefur verið breytt þannig að fólk setur pappírsmiða í þá sem keyptir eru í spilavítunum en víða hefur verið haldið fast í gamlar hefðir og klinkið.

Bankar geta aðeins afgreitt smávegis af því klinki sem spilavítin hafa þörf fyrir. Til dæmis pantaði El Cortez spilavítið nýlega 25 centa myntir fyrir 30.000 dollara. Aðeins 500 dollarar fengust afgreiddir.

Þetta hefur neytt spilavítin til að finna nýjar leiðir til að fá gesti sína til að taka eins mikið af smámynt, úr sparibaukum sínum, með og hægt er. Eitt býður til dæmis 10 dollara aukalega ef komið er með mynt að andvirði 50 dollara. Í öðru spilavíti fær fólk stuttermabol að launum fyrir að koma með mynt og enn annars staðar fær það hatt.

Spilavíti og bankar hafa afnumið þjónustugjöld fyrir að láta telja klink og hvetja viðskiptavini sína til að taka til heima hjá sér og grafa upp allt það klink sem þar leynist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri