fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025

Svona áttu að elda hinn fullkomna kalkún

Einn fremsti kalkúnasérfræðingur landsins ráðleggur lesendum

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 15. desember 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu árum hefur það færst mjög í aukana að íslenskar fjölskyldur bjóði vinum og vandamönnum upp á veglega kalkúnamáltíð, ýmist um jól eða áramót.

Sumum þykir eldunaraðferðin svolítið flókin enda er þetta stór fugl og fæstir í mikilli æfingu þegar að þessu kemur. Kristín Sverrisdóttir, kalkúnabóndi á Reykjum, segir þetta þó síður en svo vandasamt og að ýmsar aðferðir séu í boði. Til dæmis er hægt að grilla fuglinn eða steikja í ofni. Svo má leggja hann í kryddlög, baða í smjöri og sitthvað fleira.

Að elda kalkún með fyllingu

Þegar kalkúnn er steiktur er gott að byrja á því að snúa upp á vængina þannig að þeir vísi fram, því þá verður fuglinn stöðugri. Oft eru leggirnir bundnir saman fyrir steikingu, svo þeir standi ekki út í loftið þegar kalkúnninn er borinn fram. Bringan á fuglinum skal snúa upp þegar hann er steiktur.

Erfitt er þó að ráðleggja steikingartíma þar sem reynslan hefur sýnt að mikill munur er á ofnum og oft munar tugum gráða á sömu tegundum ofna. Taka skal mið af því þegar fuglinn er steiktur og varast að steikja hann of lengi. Best er að elda kalkúninn í lokuðum ofnpotti eða á grind í ofnskúffu og breiða þá yfir hann álpappír.

Líkt og með annað kjöt er steikingartími kalkúns oft miðaður við ákveðinn mínútufjölda á hvert kg og er miðað við 40–45 mín. á hvert kg við 150 °C fyrir meðalstóran fylltan kalkún.

Á þessu eru þó nokkrar undantekningar:

-Eftir því sem kalkúnninn er þyngri getur þurft styttri steikingartíma á hvert kg; 30 mín./kg.

-Ef fuglinn hefur legið í pækli getur það líka skilað sér í styttri steikingartíma.

-Ef kalkúnninn er yfir 7 kg að þyngd er hægt að miða við u.þ.b. 30 mín. á hvert kg.

-Ef kalkúnninn er ferskur þarf hann styttri steikingartíma.

Sérfræðingarnir á Reykjum mæla eindregið með notkun kjöthitamælis þegar kalkúnn er steiktur. Góð regla er að stinga mælinum í bringuna og ef vökvinn sem rennur úr er glær er fuglinn tilbúinn. Gæta skal þess að mælirinn snerti ekki bein. Kalkúnninn er tilbúinn þegar kjöthitastig nær 71 °C. Ef þurfa þykir er tekið ofan af fuglinum og hann brúnaður við 200–250°C þegar 15–20 mín. eru eftir af áætluðum steikingartíma. Sumir telja réttara að brúna fuglinn áður en hann er steiktur til að loka honum og halda vökvanum í kjötinu.

Nauðsynlegt er að ausa yfir fuglinn nokkrum sinnum þegar líða fer á steikingartímann. Ef fuglinn er fullsteiktur fyrir áætlaðan tíma skal taka hann úr ofninum og vefja stykki utan um steikarílátið en ekki geyma fuglinn inni í ofninum.

Góðar upplýsingar er að finna á vefnum kalkunn.is en þar eru einnig uppskriftir að sósum, fyllingum, kryddlegi og fjölbreyttu meðlæti. Svo er bara að leggjast í rannsóknarvinnu og markvissan undirbúning enda aðeins níu dagar til stefnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Frimpong meiddur og missir af næstu vikum hjá Liverpool

Frimpong meiddur og missir af næstu vikum hjá Liverpool
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Frederik Schram hefur jafnað sig af meiðslum og æfði á Laugardalsvelli í dag

Frederik Schram hefur jafnað sig af meiðslum og æfði á Laugardalsvelli í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

„Skrýtna“ svefnherbergisvenja Nick Jonas með eiginkonunni

„Skrýtna“ svefnherbergisvenja Nick Jonas með eiginkonunni