fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433

Hamren og Freyr undirbúa liðið fyrir furðulegar aðstæður

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. september 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

A landslið karla hefur hafið undirbúning sinn fyrir leikinn við England í A-deild Þjóðadeildar UEFA, sem fram fer næstkomandi laugardag á Laugardalsvelli. Æft var mánudag og þriðjudag við toppaðstæður og leikflötur vallarins skartar sínu fegursta.

Um er að ræða fyrsta leik liðanna í þessari keppni, en Ísland mætir einnig Belgíu í þessari leikjalotu á meðan England mætir Danmörku. Enska liðið mun ekki æfa á Laugardalsvellinum fyrir leikinn, en æfir hérlendis eftir leikinn og mun halda til Danmerkur á mánudag. Engir áhorfendur eru leyfðir á UEFA leikjum og því verður áhorfendastúkan í Laugardalnum tóm.

Ísland og England hafa þrisvar sinnum áður mæst í A landsliðum karla og hefur hvort lið um sig unnið einn leik og einu sinni hafa liðin skilið jöfn. Sigur íslenska liðsins á því enska á EM 2016 er knattspyrnuáhugafólki eflaust í fersku minni.

Reglur UEFA kveða á um að áhorfendur geta ekki mætt á völlinn vegna kórónuveirunnar, Laugardalsvöllur verður því tómur eitthvað sem íslenska landsliðið hefur ekki upplifað á heimavelli. Leikur Íslands og Englands fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 5. september og hefst kl. 16:00 (beint á Stöð 2 sport).

Flestir lykilmenn Íslands mæta ekki til leiks þegar liðið mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson mæta ekki til leiks. Ástæður þeirra eru misjafnar en Jóhann Berg og Alfreð hafa verið meiðslum hrjáðir síðustu ár. Þá er Ragnar Sigurðsson meiddur þessa stundina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar
433
Í gær

Besta deild kvenna: Tindastóll gerði góða ferð í Garðabæinn – Breiðablik með þægilegan sigur

Besta deild kvenna: Tindastóll gerði góða ferð í Garðabæinn – Breiðablik með þægilegan sigur