fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Foreldrar í Kópavogi áhyggjufullir vegna ungmennana – Þriggja ára barn hræðist það að fara út

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 1. september 2020 20:20

Kópavogur. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Kórahverfinu í Kópavogi eru íbúar áhyggjufullir vegna aksturs ungmenna á léttum bifhjólum en ungmennin aka jafnan á göngustígum í hverfinu. RÚV greindi frá málinu í fréttatíma sínum í kvöld.

„Þetta er eiginlega bara villta vestrið,“ segir Guðmundur Karl Einarsson, íbúi í hverfinu, um málið í samtali við RÚV. „Það er augljóst að þetta getur valdið mikilli slysahættu, fyrir utan hávaðann sem fylgir þessum tækjum. Þriggja ára dóttir mín greip fyrir eyrun um daginn og sagðist vera hrædd við að fara út, því það væri svo mikið af mótorhjólum. Þetta á bara ekki heima á göngustígum þar sem börn og gangandi vegfarendur eru.“

Guðmundur segir að fyrir utan ónæðið þá eru krakkarnir að setja sjálfa sig og aðra í hættu. Ekki þarf próf til að aka þessum bifhjólum en íbúar í hverfinu segja að nauðsynlegt sé að herða reglur um notkun þessara hjóla. „Ekki bíða eftir að það verði alvarlegt slys eða jafnvel banaslys. Gerum það strax, meðan að ástandið er kannski viðráðanlegt,“ segir Guðmundur.

„Við förum ekki með ljósum og sírenum á eftir gangstígakerfinu“

Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að þetta vandamál sé þegar á borði lögreglu. Það flæki þó málin að ósakhæf börn eiga aðild að flestum tilvikunum. Guðbrandur segir að þetta séu börn sem eru oft búin að lofa foreldrum sínum að fara eftir reglunum og gæta sín. „Þegar lögregla ætlar að hafa afskipti virðist það vera að þau verði hrædd og svífist einskis til þess að komast í flótta frá lögreglu,“ segir hann.

Þá er ekki hægt að veita börnunum eftirför þar sem þau keyra um á göngustígum. „Við förum ekki með ljósum og sírenum á eftir gangstígakerfinu þar sem við stefnum þeim og öðrum vegfarendum í stórkostlega hættu,“ segir Guðbrandur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Í gær

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna blandar sér í ÍSÍ kosninguna – Hjólar í Valdimar Leó og íþróttafréttamann RÚV

Sólveig Anna blandar sér í ÍSÍ kosninguna – Hjólar í Valdimar Leó og íþróttafréttamann RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum