fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Allir reknir hjá Herjólfi – „Einfaldlega ekkert annað að gera“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 31. ágúst 2020 16:22

mynd/Herjolfur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjafréttir greindu frá því í dag að öllum starfsmönnum Herjólfs ohf., rekstraraðila ferjunnar Herjólfs, hafi verið sagt upp. Mun þar einnig hafa komið fram að starfsmennirnir vinna nú út þriggja mánaða uppsagnarfrest og mun áætlun ferjunnar því ekki skerðast til 1. desember næstkomandi.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir í viðtali við DV að félagið sé, eins og aðrir, í gríðarmikilli óvissu. „Við sjáum fram á að rekstrarhalli félagsins verði umtalsverður og við erum búin að vera að vinna í þessu ferli samkvæmt lögum um hópuppsagnir. Svo gerist það að á fundi stjórnar í gær var tekin sú sársaukafulla ákvörðun að segja upp öllum starfsmönnum Herjólfs ohf.“

Guðbjartur segir að Covid áhrifin séu gífurleg á rekstur ferjunnar, en sértekjur félagsins hafi svo gott sem gufað upp í kjölfar faraldursins. Enn fremur segir hann að ekkert liggi fyrir um ætlanir ríkis eða sveitarfélags að bæta í núverandi þjónustusamning. „Við höfum talað um það að vanti inn í samninginn frá því að hann var gerður. Aðalatriðið er nú samt þessi Covid áhrif,“ segir Guðbjartur.

Engin tengsl við yfirstandandi kjaradeilur

Guðbjartur þvertekur fyrir að uppsagnirnar nú hafi nokkuð með yfirstandandi kjaradeilur að gera. „Vissulega hafa þær verið á óheppilegum tíma, en þessi ákvörðun hefur ekkert með það að gera. Enda var þar verið að fjalla um einhverja örfáa starfsmenn af heildinni. Þetta er miklu stærra og umfangsmeira verkefni en það.“

Guðbjartur viðurkennir það að samgöngur verði að vera klárar á milli lands og Eyja. „Þetta er okkar þjóðvegur,“ segir hann. „Því miður var á þessum tímapunkti einfaldlega ekkert annað að gera en þetta. Nú heldur vinnan áfram og við þurfum að komast í gegnum þetta og tryggja að þjónusta verði áfram við íbúa bæjarins.“ Guðbjartur segir að aðkoma ríkis verði að koma til.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos