fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Uppfyllir þarfir ungra barna og væntingar foreldra þeirra

Kynning

Petit, Ármúla 23

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 16. desember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við byrjuðum í barnafötunum en höfum viljað þróast í þá átt að verða heildarverslun fyrir barnið og erum á góðri leið með að verða það,“ segir Gunnar Þór Gunnarsson hjá versluninni Petit, Ármúla 23, en hann rekur verslunina ásamt sænskri eiginkonu sinni, Linnea Ahle.

Verslunin flutti í Ármúla 23 í nóvember og líst Gunnari mjög vel á nýja hverfið. „Við finnum fyrir því að fólk er ánægt með að við séum komin hingað og með Ármúlann almennt. Hér áður fyrr var þetta ekki gata sem maður spáði í sem almenna verslunargötu en það er að breytast. Þessar gömlu sérverslanir sem hér eru, t.d. ljósaverslanirnar, gefa götunni skemmtilegan karakter. Mér sýnist að Múlinn gæti farið að verða það sem Laugavegurinn var áður. Það gildir líka um okkar kúnnahóp að hann getur ekki lagt einkabílnum þegar hann verslar, því þetta er oft fólk með nýfædd börn eða kasóléttar konur.“

Fötin í Petit koma frá framleiðendum víða um heim en allir eiga þeir það sameiginlegt að framleiða það sem kallað er lífræn föt. Þessi skilgreining tekur helst til framleiðsluferlisins þar sem lögð er áhersla á náttúruleg litarefni og að ferlið sé eiturefnafrítt. Þetta gerir framleiðsluna umhverfisvæna og fötin betri.

„Við höfum lagt okkur fram um að fötin séu raunverulega framleidd á heilnæman hátt frekar en að framleiðandinn hafi bara krækt í einhvern stimpil,“ segir Gunnar Þór.

Gunnar Þór á sænska eiginkonu, Linnea Ahle, en þau kynntust er hann bjó í Svíþjóð og var þar atvinnumaður í knattspyrnu. Síðustu árin hefur Gunnar Þór spilað með KR og unnið til margra titla með félaginu. Hann og Linnea eiga þrjú börn en áhuginn á barnavörum kviknaði þegar þau tóku að huga að þörfum sinna eigin barna í þessum efnum. Vegna tengslanna við Svíþjóð hefur Petit selt mikið af sænskum vörum í gegnum tíðina en vörurnar koma þó víða annars staðar frá, til dæmis frá Hollandi, Ástralíu og Bandaríkjunum.

„Við glímum við það lúxusvandamál að margir erlendir framleiðendur hafa samband við okkur og falast eftir samstarfi. Við vöndum okkur mikið þegar við veljum vörur til sölu í búðinni. Annars vegar er plássið ekki ótakmarkað hjá okkur og hins vegar hafa viðskiptavinir okkar væntingar sem við verðum að uppfylla.“

Auk glæsilegrar verslunar að Ármúla 23 rekur Petit vefverslun á vefsíðunni petit.is. Vörur eru sendar heim hvert á land sem er og ef keypt er fyrir yfir 10.000 krónur er heimsendingin frí. Að sögn Gunnars Þórs er veltan heldur meiri af versluninni en vefversluninni. „Okkur finnst afskaplega gott að geta þjónað landsbyggðinni vel með vefversluninni en jafnframt því þykir okkur afar vænt um að fá fólk í búðina og geta leiðbeint því þar og átt ánægjuleg viðskipti maður á mann,“ segir Gunnar Þór.

Auk barnafata selur Petit meðal annars rómaða Buugaboo -barnavagna, húsgögn í barnaherbergi og alls konar leikföng fyrir lítil börn. Verðið er mjög samkeppnisfært en Gunnar Þór segir að þeim takist að halda verði niðri með því að vanda sig mjög við vörusendingar og koma í veg fyrir að flutningskostnaður verði of mikill.

Jólagjafir handa yngsta fólkinu og ungum foreldrum er klárlega að finna í Petit, Ármúla 23. Þeir sem ekki eiga leið þangað geta skoðað glæsilegt úrvalið á petit.is og gert sín innkaup þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum