fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025

Sveinn Hjörtur varð vitni að kraftaverki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 21. desember 2017 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í gær varð ég vitni að kraftaverki,“ segir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson og bætir við í samtali við DV: „Mikil þörf á að minna á þessa hljóðu vinnu. Við viljum öll njóta og eiga jólin með fjölskyldu og ástvinum. Í heimi í dag er böl víða og margir ná ekki að halda jólin. Það er nöturleg staðreynd sem við ættum að íhuga vel og gera til breytni til hins betra.“

Kraftaverk

„Ég sá hóp af sjálfboðaliðum og kraftmikla einstaklinga skila æri miklu dagsverki. Með vinnu sinni og þátttöku allra þeirra sem lögðust á það eitt að reyna eftir bestu getu að gera jólin bærileg fyrir þá sem þurfa aðstoð. Að baki eru einnig fyrirtæki og félagssamtök sem hafa eitt markmið – að gefa!“

Í gær 20. desember var árleg jólaúthlutun hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur.

„Sá einstaki hópur kvenna sem í gegnum árin hafa staðið fyrir aðstoð og farsælu uppbyggingarstarfi til kvenna og byggt upp von, hjálpað ótal fjölskyldum og einstæðingum, hópur sem vinnur að möguleikum kvenna til menntunar og upprisu, hópur sem er óeigingjarn í vinnu sinni. Það er hópurinn sem stendur að baki Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.“

Mynd/Sveinn Hjörtur
Mynd/Sveinn Hjörtur

Stoltur og þakklátur

Sveinn Hjörtur er þakklátur fyrir að hafa kynnst starfi Mæðrastyrksnefndar.

„Sú vinna er oft á tíðum hljóð og vinnst án hamarshögga né hljóða. Ég er stoltur og hlakka til að hefja nýtt ár með þeim úrvalshóp sem vinnur hið hljóða verk samfélagsins. Gleðileg jól til allra þeirra sem lögðu til vinnu, verk, og elju til þess að létta undir með öðrum. Mér finnst mikilvægt að minnast þessara aðila og þakka fyrir. Þannig gerast kraftaverkin og þau vinnast í þögn kærleikans.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás

Ömurlegt atvik vekur óhug – Hjúkrunarfræðinemi höfuðkúpubrotinn eftir árás
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United