fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Stjórnendur JB byggingar ákærðir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. ágúst 2020 10:30

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnendur JB byggingar. verktakafyrirtækis sem stofnað var árið 2015 og hefur verið afskráð, hafa verið ákærðir fyrir skattsvik og peningaþvætti. Mennirnir tveir, annar 37 ára og hinn þrítugur, eru sakaðir um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir meirihluta rekstrarársins 2016 og hluta ársins 2017, fyrir samtals rúmlega 16 milljónir króna.

Þá eru þeir sakaðir um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu skatta af launum og launatengdum gjöldum fyrir samtals um 40 milljónir króna.

Ennfremur eru þeir sakaðir um peningaþvætti fyrir að hafa aflað JB byggingar ávinnings af brotum og eftir atvikum sjálfum sér, hvor um sig fyrir rúmlega 36 milljónir króna.

Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 27. ágúst næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu