fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Icelandair fær ríkisábyrgð eftir erfiðan dag – Hlutabréf í frjálsu falli

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Icelandair Group ríkisábyrgð á lánalínu, en viðræður hafa staðið milli Icelandair og stjórnvalda í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Nú hafa stjórnvöld fallist á að veita ábyrgð á lánalínu að fjárhæð allt að 120 milljónum Bandaríkjadala sem nemur um 16,5 milljörðum íslenskra króna.

Ábyrgðin er háð því að samþykki náist milli aðila um skilmála hennar, samþykki Alþingis og að Icelandair Group nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár.

Fyrr í dag var greint frá því að hlutafjárútboði Icelandair hafi verið frestað fram í september og hríðféllu hlutar í félaginu í kauphöllinni í morgun. Fór á tíma hver hlutur undir 1 kr og hefur verð þeirra sjaldan verið jafn lágt. Lækkunin stafar líklega af tilkynningu um að Icelandair Group ætli að selja nýja hluti í félaginu fyrir 20 milljarða króna á nafnverði á genginu 1 króna á hlut.

Nú þegar stjórnvöld hafa samþykkt lánalínu með ríkisábyrgð mun félagið birta fjárfestakynningu til mögulegra fjárfesta og þátttakenda í hlutafjárútboði með ítarlegum upplýsingum.  Von er á þeirri kynningu á næstu dögum.

Síðustu sex mánuði hefur verið hlutabréfa Icelandair lækkað um tæplega 90 prósent og ljóst að staðan sem félagið horfist í augu við er grafalvarleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið