fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Halla Vilhjálms og Gunnur Von Matérn á lista yfir efnilega Íslendinga í viðskiptalífinu

Tobba Marinósdóttir
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 19:00

Gunnur Von t.v. Mynd/Facebook Halla Villhjálms t.h.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðgjafar- og almannatengslafyrirtækið Góð Samskipti birti í gær lista yfir yfir 40 Íslendinga á uppleið, sem eru 40 ára og yngri, og gegna stjórnunarstöðum víða um heim. Þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið gefur út slíkan lista en áður hefur það gefið út lista sem beinast að öflugum stjórnendum hérlendis.

Leitað var til yfir 500 manns við gerð listans svo sem sendiherrar og starfsfólk þeirra erlendis. Á listanum er að finna margt efnilegt fólk, svo sem Gunni Von Matérn, uppeldisdóttur Þórhalls Gunnarssonar fjölmiðlamanns og sambýliskonu ballettdansarans Gunnlaugs Egilssonar. Móðir Gunnar er Vigdís Gunnarsdóttir sem er yfir sviðslistum í LHÍ og meðlimur Heimilistóna. Gunnlaugur er svo aftur á móti sonur leikaranna Tinnu Gunnlaugsdóttur og Egils Ólafssonar.

Það þarf þó ekki að kenna Gunni við neinn annan en sjálfa sig því hún er á hraðri uppleið í viðskiptalífinu. Gunnur er aðeins 32 ára gömul en starfar sem notendaupplifunarhönnuður (e. UX designer) hjá Antrop í Stokkhólmi, þar sem hún kemur að viðmótshönnun tölvukerfa, vefsíðna og stafrænna þjónusta fyrir opinberar stofnanir og fyrirtæki. Meðal viðskiptavina sem Gunnur starfar fyrir eru Electrolux, PwC, Securitas, Swebank, sænski herinn og sænska þingið.

Á listanum er einnig að finna leikkonuna Höllu Vilhjálms sem flestir íslendingar kannast við af skjánum frekar en úr viðskiptalífinu, en Halla tók meðal annars þátt í undankeppni Eurovision árið 2009. Halla, sem er 38 ára starfar, sem fulltrúi hjá Goldman Sachs í London. Halla átti áður farsælan feril sem leikkona, söngkona og fyrirsæta en hún er með BA-gráðu í leiklist úr Guildford School of Acting auk MBA gráðu frá Oxfordháskóla. Frá útskrift sinni úr Oxford hefur Halla starfað í ýmsum hlutverkum hjá Goldman Sachs fjárfestingabankanum. Nú starfar hún með teymi á viðskiptagólfi bankans sem sér um viðskiptavini Goldman Sachs á Norðurlöndunum, nokkuð sem hentar henni vel þar sem hún talar mörg tungumál. Halla er með mótorhjólapróf og hefur klifið fjóra af sjö hæstu tindum hverrar heimsálfu. Hún eignaðist tvö börn með stuttu millibili.

Listann í heild sinni má sjá hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Í gær

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”