fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Ráðuneytið telur Þórdísi Kolbrúnu ekki hafa brotið siðareglur ráðherra

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 09:46

Þórdís Kolbrún.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið telur að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra hafi ekki brotið gegn siðareglum ráðherra með því að sitja fyrir í myndaseríu á Instagram sem var kostuð af Icelandair Hotels. Stundin greinir frá þessu.

Fjallað hefur verið ítarlega í fjölmiðlum um vinkonuhitting Þórdísar Kolbrúnar sem er ráðherra ferðamála, nýsköpunar og iðnaðar, og málefni Icelandair og ferðaþjónustunnar því á hennar borði.

Vinkvennahópurinn fór í meðal annars „botnlausan brönsj“ og seinna um daginn í heilsulind Hilton Nordica, sem er í eigu Icelandair Hotels.

Ráðherra borgaði sjálf

Í 4. grein siðareglna ráðherra er fjallað um háttsemi og framgöngu ráðherra. „Ráðherra forðast allt athæfi sem líklegt er til að vekja grunsemdir um að hann notfæri sér stöðu sína í eiginhagsmunaskyni.“

Ein af vinkonunum, sú sem skipulagði hittinginn, er Eva Laufey Kjaran, matgæðingur og áhrifavaldur, og tók hún myndirnar sem voru merktar sem samstarf við Icelandair Hotels. Eva Laufey er með 34 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún segir í samtali við Stundina að aðeins fjórar úr hópnum hafi hlotið fjárhagslegan ávinning af samstarfinu en hinar – þar á meðal ráðherra – hafi borgað fyrir sig sjálfar.

Spurð hvort það hafi ekki verið hjálplegt fyrir kynningarefni að þekkt kona eins og ráðherra sé með á myndunum segir Eva, í samtali við Stundina:  „Jú, auðvitað er þetta kannski vandmeðfarið og ég hefði átt að hugsa þetta betur,“ segir hún. „Eðlilega hefði ég átt að hugsa út í það, en ég gerði það ekki.

Þykir myndin hafa verið óþarfi

Miklar umræður sköpuðust um myndir af vinkvennahópnum í hittingnum, sér í lagi eina þar sem þær voru þétt saman  og töldu ýmsir ljóst að þarna væri um brot á sóttvarnarreglum að ræða. Þórdís Kolbrún var spurð um þetta í kvöldfréttum RÚV í gær þar sem hún sagði um myndina: „Hún var óþarfi og við hefðum ekki átt að taka hana.“

Í siðareglum ráðherra er kveðið á um háttsemi og framgöngu ráðherra í 4. grein: „Ráðherra gætir þess að rýra ekki virðingu embættis síns með ámælisverðri framkomu, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við manngildi og mannréttindi.“

Þegar vafi leikur á um túlkun á siðareglum ráðherra er það forsætisráðuneyti sem veitir ráðgjöf vegna þeirra og umboðsmaður Alþingis tekur við kvörtunum vegna meintra brota. Umboðsmaður Alþingis vék í gildistíð eldri siðareglna ráðherra að gildissviði reglnanna og benti þar á að til að reglurnar gildi þurfi ráðherra að koma fram í álitamálinu sem fyrirsvarsmaður þess ráðuneytis sem hann fer með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“

Framkvæmdastjóri Félagsbústaða um ástandið í Bríetartúni – „Þetta er sannarlega ekki góð staða“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Í gær

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Í gær

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”

Guðmundur Ingi: „Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum”