fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Mogginn kemur Vigdísi til varnar og gagnrýnir aukin völd embættismanna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. ágúst 2020 09:56

Samsett mynd - Vigdís Hauksdóttir og Helga Björg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið blandar sér í deilur Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, og Helgu Bjargar Ragnarsdóttur, skrifstofustjóra Reykjavíkurborgar, í leiðara blaðsins í dag en í greininni er meint aukin tilhneiging til að framselja vald stjórnmálamanna til embættismanna gagnrýnd.

Eins og DV greindi frá á föstudag steig Helga Björg þá fram með þungar ásakanir á hendur Vigdísi Hauksdóttur sem hún þó nafngreindi ekki. Konurnar hafa sakað hvor aðra um einelti og Vigdís hefur krafist þess að Helga Björg sé fjarverandi á fundum sem hún situr. Áður hafði Helga Björg kvartað undan meintu einelti Vigdísar, málið var tekið upp innan borgarkerfisins en látið niður falla. Vigdís hefur sjálf skrifað Vinnueftirlitinu bréf þar sem hún kvartar undan Helgu Björgu.

Morgunblaðið gefur lítið fyrir pistil Helgu Bjargar á föstudag og segir hann skorta efnisleg rök:

„Á föstudag gerðist það að skrifstofustjóri borgarstjóra birti færslu á samfélagsmiðli þar sem veist var að einum tilteknum borgarfulltrúa. Færslan átti að heita svar við árásum borgarfulltrúans en í henni er lítið um efnisleg svör og meira um hnútukast sem fólk býst frekar við þegar pólitískir andstæðingar takast á. Það er ekki endilega uppbyggilegt við þær aðstæður, en þó oft skiljanlegt.“

Leiðarahöfundur telur þetta mál vera eitt dæmi af mörgum um þá tilhneigingu embættismanna að færa sig yfir á pólitíska sviðið og völd embættismanna hafi verið að aukast á kostnað stjórnmálamanna:

„Þó að þessi framganga embættismanna virðist meira áberandi hjá Reykjavíkurborg en annars staðar hafa einstaka dæmi komið upp víðar, svo sem
þegar ráðuneytisstjóri hringdi í alþingismann fyrir fáeinum árum og að sögn þingmannsins hótaði honum.

Umhugsunarvert er hvers vegna tilvik af þessu tagi hafa verið að koma upp á síðustu árum en ef til vill er ástæðan sú að smám saman hefur verið grafið
undan áhrifum og völdum stjórnmálamanna en áhrif og völd embættismanna aukin að sama skapi. Ráðherrar hafa til að mynda gefið frá sér, í raun að minnsta kosti, töluverðan hlutaþeirra ákvarðana sem áður þótti sjálfsagt að þeir tækju. Ábyrgðin situr þó iðulega eftir hjá þeim en ákvörðunin hjá embættismönnunum. Þetta skapar óeðlilegar aðstæður, skilin á milli ókjörinna embættismanna og kjörinna fulltrúa almennings verða óskýrari en áður og ein afleiðingin kann að vera sú að embættismenn færi sig upp á skaftið, meðal annars með því að takast opinberlega á við kjörna fulltrúa.“

Helsta röksemdin fyrir því að færa vald frá stjórnmálamönnum til embættismanna hafi verið sú að við það verði stjórnsýslan faglegri. Það sé hins vegar ekkert faglegt við það að embættismenn munnhöggvist við kjörna fulltrúa eða taki ákvarðanir sem aðrir beri ábyrgð á.

„Verði niðurstaðan sú að æskilegt sé að völdin séu annars staðar en hjá kjörnum fulltrúum, þrátt fyrir að við búum í lýðræðisríki, þá er í það minnsta augljóst að ábyrgðin hlýtur að þurfa að fylgja með,“ segir í lok leiðarans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 13 klukkutímum
Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn

Steinunn Ólína skrifar: Óttaslegnir menn