fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Húsakaup í stað Tene- og Toscanaferða? – Tvöföldun á milli mánaða

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 12:00

Fasteignaverð breytist ört.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað gerirðu þegar vextir dúndrast niður og þú kemst hvorki til Toscana né Tene? Svo spyr Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs. Svarið lætur ekki bíða eftir sér: Þú kaupir hús, eða svo segir Konráð.

Konráð er þarna að vísa til nýrra talna Þjóðskrár um fasteignaviðskipti í júlí.

Samkvæmt tölfræði Þjóðskrár um kaupsamninga í júlí má greina 32% hækkun á virði kaupsamninga í júlí á milli ára, og 19% fjölgun í gerðum kaupsamningum. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júlí 2020 voru 737 og heildarveltan 41 og hálfur milljarður. Meðalupphæð á hvern kaupsamning var 56,3 milljónir króna.

Fjölgaði kaupsamningum í júlí um 101,4% og veltu um 117,9% á milli mánaða. Í júní voru 366 kaupsamningum þinglýst.

Mikil kvika hefur verið á fasteignamarkaði undanfarnar vikur og hafa fasteignasalar talað um gósentíð. Hafa þar tvær ástæður verið nefndar. Fyrst og fremst auðvitað vaxtalækkun, en þeir eru í sögulegu lágmarki hér á Íslandi í augnablikinu og hvert metið á fætur öðru slegið hjá bönkunum enda réttur tími í dag til að endurfjármagna lán. Hin ástæðan er svo tímabundin tregða á markaði á meðan á samkomubanni stóð á vormánuðum. Hafi þá þörf safnast upp í einhverjar vikur og er hún e.t.v. að brjótast út núna, samkvæmt einum viðmælanda DV.

Hvað gerirðu þegar vextir dúndrast niður og þú kemst hvorki til Toscana né Tene?

Kaupir hús. https://t.co/WTd7Sjc1bM pic.twitter.com/v2GJJ33xPT

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“

Ugla segir brotavilja Snorra einbeittan – „Tala viljandi inn í fordómafulla orðræðu og hatur“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife