fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Dýrgripur eftir Tolla Morthens til sölu í Facebook-hópi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 19:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmislegt athyglisvert er að finna á sölusíðum samfélagsmiðlanna en það er ekki algengt að rekast þar á dýr listaverk til sölu. En fyrir skömmu staldraði blaðamaður við auglýsingu í hópnum Brask og brall.is þar sem óskað er eftir tilboðum í glæsilegt málverk eftir Tolla Morthens. Um er að ræða fyrsta verkið í seríunni Stríðsmenn andans.

Eigandinn, Gilbert Sigurðsson, segist telja að Landsbankinn eigi mikið af þessari frægu myndaröð Tolla en listaverkasafn Landsbankans er rómað.

Ásett verð er 1.300.000 krónur en eigandinn segir að það sé eftir hans bestu vitund það verð sem verkið er metið á. „Ég er enginn listaverkasafnari en góðir menn tjá mér að þetta sé matið,“ segir hann en er opinn fyrir öðrum verðhugmyndum.

Hluti af söluverðinu, eða 500.000 krónur, mun renna til Barnaspítala Hringsins í formi leikjatölva, ferðatölva og annarra leikfanga handa ungum sjúklingum. Kaupanda verksins er velkomið að taka þátt í þeim kaupleiðangri.

Nánari upplýsingar veitir eigandinn í einkaskilaboðum á Facebook-síðu sinni.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Í gær

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar