fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

„Ég er í hamingjusömu sambandi – en er háð því að senda ókunnugum nektarmyndir“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 08:46

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örvæntingarfull kona leitar ráða Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun. Þannig er mál með vexti að konan er í hamingjusömu sambandi og elskar kærastann sinn, en hún getur ekki hætt að senda ókunnugu fólki nektarmyndir af sér.

„Ég elska kærastann minn og kynlífið okkar er frábært. En ég er háð því að fá athygli á netinu. Ég er stanslaust að reyna við ókunnugt fólk og stundum skiptumst við á nektarmyndum,“ segir hún.

Getur ekki hætt

„Ég er ekki hrifin af því sem ég er að gera en ég virðist ekki geta hætt. Ég er 23 ára og lífið okkar er spennandi. Kærasti minn er 31 árs fitness þjálfari. Við erum bæði hrifin af BDSM. Það er öruggt og með samþykki, þannig engin vandamál í svefnherberginu,“ segir konan.

„Ég byrjaði að reyna við fólk á netinu fyrir fimm árum síðan. Ég var í ofbeldissambandi með konu á þeim tíma, við vorum saman í þrjú ár. Hún særði mig mikið og ég byrjaði að tala við fólk á netinu til þess að flýja raunveruleikann. Kærastan mín endaði á því að halda framhjá mér. Ég áttaði mig á því hversu eitrað þetta væri allt saman og hafði loksins nógu mikið hugrekki til að fara frá henni.“

Konan segir að lífið var ekki eins erfitt en hún hélt þó áfram að tala við ókunnuga á netinu.

„Kærastinn minn veit um þennan skrýtna sið minn og hefur alltaf vitað af honum. Hann lítur svo á að ég sé ekki að halda framhjá sér. Honum finnst þetta kannski í lagi, en ekki mér. En ég er háð tilfinningunni sem ég fæ, adrenalíninu, þegar ég geri þetta.“

Hún segir að það versta við þetta allt saman er að hún endar oft á því að særa fólkið sem hún talar við á netinu. „Ég segi þeim ekki að ég sé í sambandi og hætti skyndilega að tala við þau, án þess að þau viti af hverju,“ segir hún og bætir við að hún viti að það sé rangt.

Æskan

Deidre gefur konunni ráð og segir að konan þurfi að horfa til fortíðar.

„Þetta byrjaði þegar þú varst í erfiðu sambandi sem unglingur en ég held þú þurfir að hugsa enn lengra til baka. Hvernig var heima hjá þér og uppeldið? Var ofbeldi og drama hluti af lífi þínu sem barn og unglingur? Það gæti líka útskýrt hvernig kynlífið þitt er núna,“ segir Deidre. Hún segir einnig að gjörðir konunnar bendi til þess að konan sé ekki raunverulega hamingjusöm, þrátt fyrir að hún sé ástfangin.

„Ég myndi halda að sársauki fortíðarinnar sé enn til staðar og þú þurfir að fá aðstoð fagaðila. Eftir það ættirðu að vera meira við stjórnvölinn varðandi netvandamál þitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Aðdáendur í áfalli eftir að nýju treyjunni var lekið – Sjáðu myndirnar

Aðdáendur í áfalli eftir að nýju treyjunni var lekið – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.