fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fréttir

Lofaði að endurgreiða helminginn en fór á hausinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 07:56

Þingvellir - Mynd Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Capacent, sem veitti Þingvallanefnd umdeilda þjónustu við ráðningu þjóðgarðsvarðar 2017, féllst á að endurgreiða nefndinni helminginn af 1,5 milljóna reikningi. En áður en endurgreiðsla barst fór fyrirtækið á hausinn. Hefur Þingvallanefnd gert kröfu í þrotabúið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag.

„Gjaldið var ein og hálf milljón fyrir veitta þjónustu sem flestir vita að við vorum ákaflega ósátt við. Við töldum að ráðgjöf og utanumhald Capacent hefði verið ófullnægjandi og að það lægi til grundvallar úrskurði kærunefndar jafnréttismála.“

Er haft eftir Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar, sem vísar þarna til máls Ólínu Þorvarðardóttur sem fékk 20 milljónir í bætur frá ríkinu vegna málsins. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á Ólínu þegar gengið var fram hjá henni við ráðningu þjóðgarðsvarðar.

Haft er eftir Ara að úrskurðurinn hafi snúið að huglægum matsþætti sem nefndin hafi talið skráðan á ófullnægjandi hátt í ráðningarferlinu.

„Við í meirihluta Þingvallanefndar vildum meina að Capacent hefði átt að sjá til þess að huglæga matið væri rétt frá gengið og þá rekjanlegt ef kæmi til eftirmála. Af einhverjum orsökum misfórst það á þennan máta að kærunefndin taldi sig ekki geta rakið það hvernig okkar huglæga mat var á umsækjendum.“

Er haft eftir honum.  Hann sagði jafnframt að Þingvallanefnd hafi óskað eftir því að Capacent endurgreiddi helming reikningsins vegna málsins.

„Eftir nokkurn tíma fengum við svo bréf frá framkvæmdastjóranum um að þeir samþykktu að greiða þetta til baka – án þess að viðurkenna í því bréfi að þeir hefðu gert eitthvað rangt.“

En Capacent varð gjaldþrota áður en þessar 750.000 krónur fengust endurgreidda. Af þeim sökum gerir þjóðgarðurinn kröfu í þrotabúið að sögn Ara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum

Gekk inn á lögreglustöð í Grafarholti í handjárnum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“

Súlunesmálið: Hesthússeigandi ber Margréti illa söguna – „Gömlu hjónin voru eins og þrælar“
Fréttir
Í gær

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni

Fóru ekki að lögum í máli hælisleitanda – Talsmaður sinnti ekki kærubeiðni
Fréttir
Í gær

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans

Opinbera dánarorsök Rob Reiner og eiginkonu hans