fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Margrét gerði eldhúsinnréttinguna eins og nýja fyrir nokkra þúsundkalla

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 11:15

Fyrir og eftir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarna daga hefur Margrét Aradóttir verið að mála eldhúsinnréttinguna í sumarbústaðnum sínum. Hún segir að sér líður eins og hún hafi fengið nýja innréttingu og hafi aðeins þurft að greiða nokkra þúsund kalla fyrir.

Hún deildi „fyrir og eftir“ myndum í Facebook-hópinn Skreytum hús og hefur færslan vakið mikla athygli. Í samtali við DV fer Margrét yfir hvað hún gerði til að breyta eldhúsinu á einfaldan og ódýran máta.

Eldhúsinnréttingin fyrir.

Innréttingin er gömul eikarinnrétting sem var áður í eldhúsinu hjá mágkonu Margrétar.

„Ég byrjaði á að þrífa vel alla fitu og óhreinindi og pússaði svo létt yfir allt saman. Síðan grunnaði ég með Helmi grunn frá Slippfélaginu og málaði tvær umferðir með Intact 8 sem er með 8% gljáa, einnig frá Slippfélaginu,“ segir Margrét.

Eldhúsinnréttingin fyrir.
Eldhúsinnréttingin fyrir.

„Glerskápurinn er ekki hluti af gömlu innréttingunni heldur furuskápur sem var í bústaðnum þegar við keyptum hann. Ég ákvað að hafa ekki handföng áfram á skápunum heldur hnúða og sparslaði bara í götin. Ég fann hvergi handföng eða hnúða sem mig langaði í svo ég spreyjaði bara gömul tréhandföng og hnúða sem ég átti. Ég keypti málningu fyrir sirka 15 þúsund en notaði ekki nema brot af henni, svo mögulega mála ég bara innréttinguna heima líka ef ég fæ samþykki frá bóndanum.“

Eldhúsinnréttingin eftir.

Margrét segir að kostnaðurinn við verkefnið hafi í raun verið undir fimm þúsund krónur.

„Ég er ótrúlega ánægð með þessa breytingu og það hefur birt heilmikið til í bústaðnum sem er frekar dimmur,“ segir hún.

Eldhúsinnréttingin eftir.

Aðspurð hvort hún hafi ráð til þeirra sem langar að breyta til segir hún:

„Ekki hika við að mála hvað sem er. Passaðu að undirvinnan sé góð og ekki endilega nota ódýrustu málninguna. Ég mála líka mikið húsgögn og hef notað til þess Lady málningu með 1% gljáa, ég er hrifnust af mattri málningu, en eftir að hafa uppgötvað Intact 8 mæli ég 100% með henni á húsgögn og innréttingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag