fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 14:21

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við virðumst ekki vera með útbreitt smit í samfélaginu,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi dagsins um kórónuveirufaraldurinn. Byggir Þórólfur þetta mat sitt á því að Íslensk erfðagreining hefur skimað af handahófi um 4.000 manns frá því rétt fyrir síðustu mánaðamót og aðeins þrír hafa reynst smitaðir.

Á hinn bóginn hafa flest smit undanfarið verið úr annarri af tveimur hópsýkingum sem hér urðu fyrir skömmu og ekki hefur tekist að rekja þau smit öll. Bendir staða þessa máls til þess að smit úr þessari sýkingu séu að dreifast nokkuð um samfélagið.

Níu innanlandssmit greindust í gær. Af þeim var aðeins einn í sóttkví.

Virk smit á landinu eru nú 90. 750 eru í sóttkví. Enginn er lengur á sjúkrahúsi en sá maður sem undanfarið hefur legið á Landspítalanum með veikina er nú útskrifaður.

Í gær voru um 1.100 skimaðir á landamærum og greindist ekkert smit. Um 111.000 farþegar hafa komið til landsins síðan 15. júní og hafa 75.000. 27 hafa greinst með virk smit og 100 með gömul smit.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins

Össur segir ekki skrýtið að Kristrún mælist svo vel – Heiðrún Lind móti málflutning Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Í gær

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“

Svikasímtöl sem sýnast úr íslenskum númerum færast í aukana – „Þetta er orðið frekar mikið vandamál hérna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kirkjugarðar fá ekki tæpa milljón vegna grjóthleðslu

Kirkjugarðar fá ekki tæpa milljón vegna grjóthleðslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndum er á Íslandi – Helsta ógnin sögð stafa frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi

Minnst fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndum er á Íslandi – Helsta ógnin sögð stafa frá hagsmunaaðilum í sjávarútvegi