fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Margir minnast Gísla Rúnars: Þjóðargersemi á feðra sinna fund

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem vænta er listamaðurinn Gísli Rúnar Jónsson mörgum harmdauði en hann lést á heimili sínu í gær, 67 ára að aldri. Margir minnast Gísla Rúnars á Facebook, jafnt þekktir listamenn sem aðrir borgarar.

Sjá einnig: Gísli Rúnar er látinn

Þorsteinn Guðmundsson, fjöllistamaður og upprennandi sálfræðingur, kynntist Gísla í æsku eins og hann greinir hér frá:

„Ég er harmi sleginn að fregna að góður vinur og samstarfsmaður, Gísli Rúnar Jónsson, sé látinn. Ég kynntist Gísla þegar ég var aðeins barn að aldri, þar sem þau Gísli og Edda voru tíðir gestir á heimili mínu og seinna urðum við samstarfsmenn þar sem ég bæði skrifaði fyrir hann grínefni á tímabili og var aðstoðarleikstjóri hjá honum í uppsetningu á Gleðigjöfunum (The Sunshine boys, eftir Neil Simon) í Borgarleikhúsinu. Gísli var auðvitað einn af okkar albestu grínistum, leikstjórum og þýðendum eins og þjóðinni er fullkunnugt um en hann var einnig einstakur maður, ótrúlega fróður og skemmtilegur og átti mikinn þátt í því að hvetja mig áfram á sínum tíma. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur. Gísli var sannur gleðigjafi og hans verður sárt saknað. Ég sendi fjölskyldu hans og vinum mínar dýpstu samúðarkveðjur.“

Leikarinn og leikstjórinn Bergur Þór Ingólfsson segir að það hafi verið forréttindi að fá að vinna með Gísla Rúnari:

„Það er mikil harmafregn að elsku vinur minn og séníið, Gísli Rúnar Jónsson, er látinn aðeins 67 ára að aldri.

Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð.

Ég ólst upp við hljómplöturnar Látum sem ekkert C, Kaffibrúsakarlana og Algjör sveppur auk þess sem Áramótaskaupið 1981 í hans leikstjórn er greypt í erfðaefni mitt og varð hluti af mínu íslenska menningarlæsi.

Það voru mér því mikil forréttindi að fá að vinna með honum að uppsetningu leiksýninga sem hann þýddi. Öll hans reynsla, tækni, þekking og listfengi stjórnuðust af innilegum áhuga á verkefnunum og þrátt fyrir aldursmuninn, vorum við eins og tveir litlir strákar í eldhúsinu heima hjá honum að máta texta við laglínur og hann vissi aldrei hvað klukkan var orðin margt.

Ég minnist hans með mikilli hlýju og söknuði.“

Haraldur Guðjónsson Thors ritar skemmtilega sögu af Gísla en Haraldur óttaðist einu sinni að hann hefði móðgað Gísla:

„Ég kynntist Gísla sumarið 1999 þegar ég ók leiksýninguni Sex í sveit um landið. Við Gísli náðum strax vel saman og hann hafði gríðarleg áhrif á mitt líf. Hann hafði þetta afslappaða viðhorf til sjálfs síns og var ekkert að reyna að breiða yfir sína bresti, hann kom bara til dyranna eins og honum sýndist.

Einu sinni hélt ég að ég hefði móðgað hann ógurlega en þá vorum við í agarlegu matarboði hjá leikhóp úti á landi og þegar ég var búin að troða mig út af mat og kræsingum sagði ég „Á svona stundum óska ág þess að eiga maga eins og hann“ og benti á Gísla. Allir skellihlógu, Gísli líka en hann svaraði ekki heldur leyfði brandaranum bara að eiga sinn tíma. Ég hugsaði þunnu hljóði hann er búin að gera grín af allri þjóðinni og tekur ekki smá djóki! Seinna um kvöldið þegar við vorum að lesta bílinn spurði ég hann og baðst afsökunar á því að hafa móðgað hann. „Halli minn, ég móðgaðist ekkert þetta var bara góður djók alveg ástæðulaust að kaffæra honum með öðrum“

Hann sagði alltaf „Halli Minn“ og ég kunni svo vel við það því ég vissi að hann meinti það leiðir okkar lágu af og til saman síðan og alltaf voru þau mót full af kærleika og hlýju.“

 

„Einn mesti skemmtikraftur og skapari íslensks gríns“

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson minnist Gísla með þessum orðum:

„Einn mesti skemmtikraftur og skapari íslensk gríns, Gísli Rúnar Jónsson, er látinn. Það er mikil sorg að fá þessar fregnir. Gísli Rúnar skóp mestu persónur sem maður kynntist í æsku. Með árunum var hann hluti af gríninu, mikilvægur skapari þess að gefa bros og gleðja. Gísli Rúnar var einstakur gleðigjafi. Fyrir tveimur dögum sá ég mynd af Gísla Rúnari í athugasemd á Facebook og hafði orð á því hve mikið þessi hópur – Gísli þar á meðal – hefur fært þjóðinni mikla gleði í gegnum árin.

Í þakkarskuld við Gísla Rúnar og fjölskyldu hans ættu íslensk stjórnvöld að kosta útför Gísla Rúnars og að hann yrði kvaddur í hinsta sinn með mestu reisn frá íslensku þjóðinni.

Takk fyrir gleðina!
..þín verður sárt saknað…“

 

Þá skrifar Brynja Eldon þessi fallegu minningarorð:

„Vá hvað mér brá við þessa frétt. Dásamlega skemmtilegur maður og þjóðargersemi farinn á feðra sinna fund. Samhryggist innilega fjölskyldu og vinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar