fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Lallana á förum – Grét er hann talaði um fyrirliðann

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 27. júlí 2020 11:44

Skjáskot af myndbandi Liverpool frá Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Lallana er á förum frá ensku deildarmeisturunum Liverpool. Í viðtali sem birt var á Twitter-síðu Liverpool grét Lallana er hann talaði um Jordan Henderson en þeir tveir hafa verið mestu mátar undanfarin ár.

Lallana er að öllum líkindum að fara til Brighton eftir sex ár hjá Liverpool en samningur hans rann nýverið út. Lallana er sagður vera á leiðinni í læknisskoðun hjá Brighton í dag en Brighton spilar einnig í efstu deild Englands.

Lallana og Henderson eru gríðarlega góðir vinir. Lallana segir frá því þegar hann og Henderson voru að keyra saman eftir 3-3 jafntefli gegn Sevilla í Evrópudeildinni. Liverpool var 3-0 yfir en missti forystuna og endaði leikurinn því með jafntefli. „Þetta var eins og tap. Ég man eftir því að Hendersson var með hettuna á sér og sagði: „sem fyrirliði þá á þetta ekki að gerast, ég verð að vera ábyrgur fyrir þessu.“ Bara það að heyra hreinskilnina í honum, hann tók þetta allt á sig en þetta var á ábyrgð alls liðsins. Við töpuðum ekki einu sinni leiknum,“ sagði Lallana og hélt aftur tárunum.

„Þetta sýnir bara hversu hógvær hann er og ábyrgðina sem hann tekur á sig fyrir félagið þegar slæmu augnablikin koma, hann tekur ekki bara ábyrgðina í góðu augnablikunum. Þess vegna átti hann það skilið að lyfta bikarnum, meira en nokkur annar. Hann á það skilið að vera fyrirliði Liverpool sem vinnur fjóra bikara á einu tímabili, meira en nokkur annar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“