fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025

Nicki Minaj á von á barni með dæmdum glæpamanni

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rappdívan Nicki Minaj birti í gær ægifagrar myndir af sér með óléttubumbu á Instagram síðu sinni undir yfirskriftinni #Preggers. Þetta er fyrsta barn Nicki og eiginmanns hennar, Kenneth Petty, en sá á ansi skrautlega sögu að baki og er tvídæmdur glæpamaður.

Bumbulína: Nicki birti ægilega sætar myndir af sér með bera bumbuna.

Nicki og Kennet giftu sig í október í fyrra eftir rúmlega árs samband en saga þeirra hófst mikið fyrr. Þau eru bæði alin upp í Queens í New York og Nicki hefur talað um að þau hafi átt í samband á sínum yngri árum en farið svo hvort í sína áttina eins og gengur og gerist. Nick lagði stund á tónlist en Kenneth fetaði glæpabrautina. Árið 1995, þegar hann var á sextánda ári, var hann dæmdur fyrir að nauðga 16 ára gamalli stúlku og ógna með hnífi. Dómurinn hljóðaði upp á 18-54 mánuði og Kenneth hefur síðan verið á skrá yfir kynferðisofbeldismenn í New York. Í mars 2006 hlaut Kenneth 10 ára fangelsisdóm eftir að hafa játað að hafa skotið Lamont nokkurn Robinson til bana en sat aðeins inni í sjö ár þrátt fyrir að hafa þrálátlega brotið af sér innan veggja fangelsisins.

Samrýnd: Kenneth hefur komið fram í nokkrum myndböndum eiginkonunnar.
Ástfangin: Þau giftu sig í október í fyrra og eiga nú von á sínu fyrsta barni.

Kenneth skaut svo upp kollinum í lok árs 2018 þegar Nicki gerði samband þeirra lýðnum ljóst á Instagram síðu sinni. Í kjölfarið hefur hún fengið vænan skerf af gagnrýni frá fylgjendum sínum og hefur oft og tíðum komið eiginmanninum til varnar og bent á að hann hafi aðeins verið 15 ára þegar nauðgunin átti sér stað. En burtséð frá því hvað fólki finnst um það hefur Nicki ákveðið að eignast barn með sínum manni og þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 8.400.000 manns líkað við myndirnar af óléttubumbunni.

Ástarjátning: Nicki heitir í raun Onika Tanya Maraj-Petty og Kenneth lét flúra Onika á hálsinn á sér árið 2018.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn

Pólskipti segulpólanna gætu hafa gert út af við Neanderdalsmenn
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“

Trump ekki í hátíðarskapi – Harðlega gagnrýndur fyrir að ala á sundrungu – „Ég hata þá“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir

Sigmundur Ernir skrifar: Orrustan um Ísland stendur yfir
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó

Er líf eftir dauðann? Lítil stúlka upplifði ótrúlega hluti þegar hún dó
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni

Orðið á götunni: Málþófið tætir fylgið af Sjálfstæðisflokknum – líka í borginni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rashford missir númerið í Manchester

Rashford missir númerið í Manchester

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.