fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Íslenskur TikTok-hópur gagnrýndur fyrir elítisma – „Við vorum aldrei að halda því fram að við værum fræg“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 20. júlí 2020 17:00

Samsett - skjáskot -Meðlimir úr hópnum „Yfirstéttin“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag stofnaði hópur af nokkrum vinsælustu TikTok-urum landsins sameiginlega síðu, undir heitinu „Yfirstéttin“. Aðgangurinn er kominn með hátt í fimmtán hundruð fylgjendur og hátt í fimm þúsund læk. Á síðunni eru nú uppi átta myndbönd þar sem að aðstandendur aðgangsins kynna sig. Það vinsælasta hefur nú fengið 24 þúsund áhorf.

Þónokkrar umræður hafa skapast um „Yfirstéttina“ en margir hafa gagnrýnt aðganginn, þá sérstaklega nafnið sem sumum þykir benda til elítisma.

Allavega tveir stofnmeðlimanna virðast þó hafa sagt sig úr hópnum, en myndböndum þeirra hefur nú verið eytt. Önnur þeirra hafði komið því á framfæri að sér þætti nafnið væri ekki til fyrirmyndar.

Þá hefur verið stofnaður skopstælingar-aðgangur sem gerir grín að „Yfirstéttinni“. Einn stofnmeðlimanna, sem gengur undir nafninu Djansí, hefur tekið vel í alla gagnrýnina og sagði í einu myndbandinu: „Held að þær hafi gert þetta til að gera grín af þessum account, sem er allt í lagi. Maður verður að hafa húmor fyrir sjálfum sér,“ Þá sagði hann einnig „Bara svo það sé á hreinu þá vorum við aldrei að halda því fram að við værum fræg og þess vegna værum við að gera þennan account. Mig hefur bara alltaf langað að gera svona collab project með öðrum creators. Það er bókstaflega eina ástæðan.“

TikTok hefur undanfarin misseri fest sig í sessi sem einn vinsælasti samfélagsmiðill heims. Þar birtir fólk gjarnan myndbönd af öllu mögulegu, gjarnan í takt við tónlist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun