fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Heimta að fá að hefja störf í vændi á ný

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 21:30

Fólk í kynlífsiðnaðinum mótmælir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk í kynlífsiðnaðinum í Þýskalandi heimtar að fara aftur í vinnuna, en vændishúsum landsins hefur verið lokað í næstum því fjóra mánuði sökum heimsfaraldurs Kórónaveiru. Vændi er löglegt og lögverndað starf í Þýskalandi. CNBC greinir frá þessu.

Síðastliðin sunnudag mótmæltu fjögur hundruð kynlífsverkafólk umræddum lokunum á rauðahverfi Hamborgar. Fólkið er ósátt með að fá ekki að starfa þar sem að önnur störf sem krefjast náinnar snertingar hafa fengið að opna í Þýskalandi, líkt og hárgreiðslustofur og húðflúrsstofur.

Samtök kynlífsiðnarfólks í Þýskalandi segir einnig að lokunin sé hættuleg mörgum sem nauðsynlega þurfa að vinna, það gæti sent fólk í vændi aftur út á göturnar þar sem það er í miklu meiru hættu.

Samtökin benda einnig á að vændishúsin hafi opnað aftur í nágrannalöndum líkt og í Hollandi, Belgíu, Sviss, Tékklandi og Austurríki. Samtökin vilja einnig meina að vændisstarfsemi þurfi alls ekki að vera meira smitandi en önnur störf sem krefjast náinnar snertingar. Þá finnst þeim óréttlát að stjórnvöld gefi þeim ekki tækifæri á að sinna sínu starfi með nýjum sóttvarnarreglum.

Talið er að um að allt að 400.000 manns starfi í kynlífsiðnaðinum í Þýskalandi, þó að engar opinberar tölur séu til um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig