fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Hundar Jóhönnu fastráðnir starfsmenn á Sóltúni

Íbúar hæstánægðir – Hundarnir sinna mikilvægu starfi

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 24. desember 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Bjarndís Arapinowicz hefur starfað sem sjúkraliði á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í tæp fjórtán ár. Undanfarin misseri hafa hundarnir hennar tekið virkan þátt í starfinu og eru tveir þeirra orðnir fastráðnir starfsmenn á Sóltúni.

„Það var íslensk tík í iðjuþjálfuninni áður en hún starfaði bara á þeirri deild. Svo vildi það til að ég tók að mér Chihuahua-tík sem hét Móna en hún kom af hræðilegu heimili og fékk ég leyfi hjá yfirmanni mínum til þess að taka hana með mér í vinnuna til þess að kenna henni að vinna upp traust. Sýna henni að það væru ekki allir vondir í heiminum,“ segir Jóhanna Bjarndís í viðtali við DV.

Jóhanna segir að íbúar Sóltúns hafi fallið kylliflatir fyrir Mónu og andrúmsloftið á vinnustaðnum lifnað við.

„Þetta var því ekki bara endurhæfing fyrir Mónu heldur einnig íbúana. Margir sem búa á Sóltúni eru með Alzheimer og hafa ekki verið í beinum samskiptum lengi og eru því orðnir fjarrænir, en þegar Móna kom fóru þeir allt í einu að horfa á hundinn, klappa henni, snerta og strjúka.“

Stuttu síðar drapst tíkin sem hafði verið í iðjuþjálfuninni og fékk Jóhanna þá leyfi til þess að mæta reglulega með Mónu með sér í vinnuna og fékk hún í kjölfarið starfshundaskírteini og varð ein af mikilvægu starfsteymi Sóltúns.

„Hún fékk svona hundakerru og á morgnana svaf hún á meðan við vorum í „rapporti“ og kom svo með mér inn á ganginn og þegar hún vildi og ef íbúarnir voru þannig stemmdir þá fór hún mjög oft upp í rúm til þeirra á morgnana og vakti þá með kossum og knúsi. Það var yndislegt.“

Móna fann vel á sér ef íbúarnir voru veikir og sóttist þá mikið í að vera hjá þeim.

„Ég græjaði svona koll svo hún gæti hoppað sjálf upp í rúm og það veitti svo mikla hugarró fyrir íbúana þegar hún lá hjá þeim, yfirleitt með snertingu þannig að íbúinn gat sett höndina á hana og fundið fyrir henni.“

Huggun fyrir aðstandendur

„Eitt skipti voru aðstandendur sem sátu á dánarbeði sem spurðu hvort þau mættu fá Mónu lánaða og fann hún það strax á sér að eitthvað væri að. Hún fór bara til þeirra og var hjá þeim í góðan klukkutíma, bara sem huggun fyrir þau. Þannig að viðvera hundanna hefur einnig veitt aðstandendum mikið.“

Því miður veiktist Móna af flogaveiki og neyddist Jóhanna til þess að láta svæfa hana og fylgdi því mikill söknuður af starfsfólki og íbúum Sóltúns.

Jóhanna tók svo við annarri Chihuahua-tík sem heitir Sunna en hún hafði einnig búið við erfiðar aðstæður. Gekk Sunnu svo vel í starfi að haldin var afmælisveisla fyrir hana á Sóltúni þar sem öllum íbúum var boðið.

„Það var útbúið boðskort handa íbúunum og þá sagði nú ein konan: „Jæja, nú hef ég upplifað allt, ég er að fara í hundaafmæli.“ Ég bakaði kökur sem litu út eins og hundar, allt var skreytt og hundurinn var í kjól. Þetta var mikil hátíð. Því miður er Sunna með bæklaða fætur og hefur því ekki úthald í allt labbið sem vinnan krefst svo þá bættist við sú þriðja, hún Emma litla.“

Emma litla er tveggja ára Chihuahua-tík og verður hún framtíðarstarfsmaður Sóltúns.

Jóhanna segist í samtali við DV vinna fjóra daga í viku og mætir Emma á aðra hverja vakt meðan verið er að venja hana við. Svo muni hún mæta á hverja vakt þegar aðlöguninni verður lokið. Hún segir að allir íbúar hafi tekið vel í þetta fyrirkomulag enda veiti hundarnir annars konar félagsskap. „Ég vona að þetta verði miklu algengara og ég held það muni verða það. Mér finnst Sóltún vera magnað heimili að taka svona vel á móti dýrum. Á svona sambýlum verður fólk oft mjög innilokað og er starf hundsins svo mikilvægt. Hann lækkar blóðþrýsting, veitir íbúum gleði og hlátur, skapar endurminningar og örvar hug og líkama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Landsliðsmaður með væna pillu á samfélagsmiðlum – Spyr hvort samfélagið sé veikara

Landsliðsmaður með væna pillu á samfélagsmiðlum – Spyr hvort samfélagið sé veikara
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Sunneva Einars í umdeildri flík

Sunneva Einars í umdeildri flík
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nú ljóst hver tekur við af Moyes

Nú ljóst hver tekur við af Moyes
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“