fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
433Sport

Tottenham lagði Arsenal í grannaslagnum

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. júlí 2020 17:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham 2-1 Arsenal
0-1 Alex Lacazette(16′)
1-1 Son Heung-Min(19′)
2-1 Toby Alderweireld(81′)

Tottenham vann afar mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti grönnum sínum í Arsenal.

Það fylgir því ávallt mikið stolt að vinna þessa grannaslagi og í gegnum árin hafa liðin tvö tekist hart á.

Arsenal byrjaði betur á útivelli í dag og komst yfir með marki frá Alex Lacazette í fyrri hálfleik.

Sú forysta entist aðeins í þrjár mínútur en sóknarmaðurinn Son Heung-Min svaraði þá fyrir heimamenn.

Staðan var jöfn þar til á 81. mínútu er Toby Alderweireld hoppaði hæst allra í vítateignum og tryggði Tottenham sigur með marki eftir hornspyrnu.

Tottenham er nú í áttunda sæti deildarinnar með 52 stig, tveimur stigum á undan Arsenal sem er sæti neðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nefnir þrjár stjörnur og segist hafa verið í sama gæðaflokki þrátt fyrir engin tækifæri – ,,Þeir voru ekki betri en ég“

Nefnir þrjár stjörnur og segist hafa verið í sama gæðaflokki þrátt fyrir engin tækifæri – ,,Þeir voru ekki betri en ég“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“