fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Sjóðheitar Hadid-systur safna lúxusíbúðum – sjáið myndirnar

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 23:00

Systurnar Bella og Gigi Hadid eru íðilfagrar og kunna að njóta lífsins. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsæturnar Bella og Gigi Hadid eru frægar, fagrar og ríkar og þær kunna aldeilis að njóta lífsins. Systurnar eru báðar á lista Forbes yfir tíu launahæstu fyrirsætur heims auk þess sem þær raka inn peningum sem áhrifavaldar en samanlagt eru þær með 85 milljónir fylgjanda á samfélagsmiðlum.

En Bella og Gigi spreða ekki bara í vitleysu – þær hafa báðar ákveðið að tryggja framtíð sína með kaupum á glæsilegum lúxusíbúðum.

Íbúð Bellu í Soho

Bella sem er 24 ára, splæsti 6,1 milljón Bandaríkjadala eða sem samsvarar 856 milljónum króna í 202 fermetra íbúð í Soho hverfinu í New York. Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum og er einstaklega smart og glæsileg. Íbúðina keypti Bella af stofnanda Joe & the Juice keðjunnar, Kaspar Basse. Húsið var byggt árið 1877 og notað sem verslunarrými en árið 2016 var rýminu breytt í 15 lúxusíbúðir.

Almennilegur fataskápur hjá Bellu
Hér er hægt að njóta sín

Íbúð Bellu í Soho: Íbúðin er með æðislegum svölum, ítölskum glerskápum í fataherberginu og takið eftir víngeymslunni undir stiganum; hún rúmar 100 flöskur.

Íbúð Gigi í Noho

Eldri systirin Gigi, sem er 25 ára, greiddi 5.8 milljónir dala eða sem samsvarar 814 milljónum íslenskra króna fyrir 270 fermetra, þriggja herbergja íbúð með þrjú og hálft baðherbergi í Noho hverfinu í New York. Íbúðin sem er á 10 Bond Street er eina raðhúsið í götunni og er hannað af Annabelle Selldorf.

Báðar íbúðir Gigi eru í þessu glæsilega húsi.
Ef Gigi sameinar íbúðirnar sínar tvær sem hún á á Bond stræti verður hún með fimm svefnherbergi og sex baðherbergi. Það ætti að fara vel um hana.

 

Fyrir átti Gigi íbúð í sama húsi sem hún keypti árið 2015 og kunnugir segja hana ráðgera að sameina íbúðirnar í eina risastóra glæsiíbúð. Nýja slotinu fylgir bílskúr ásamt 70 fermetra svölum með eldstó.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.