fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Hætta framleiðslu Boeing 747 flugvéla

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. júlí 2020 18:05

Boeing 747 vél. Mynd:EPA-EFE/FEHIM DEMIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem tími Boeing 747 júmbóþota sé að leiðarlokum kominn. Reiknað er með að Boeing hætti framleiðslu þeirra á næstu tveimur árum.

Bloomberg skýrir frá þessu. Boeing hefur ekki enn tilkynnt starfsfólki sínu þetta en vélin hefur verið framleidd í Seattle síðan 1970. Bloomberg byggir frétt sína á mörgum breytingum sem tilkynnt hefur verið um hjá Boeing að undanförnu.

18 Boeing 747 fragtflutningavélar voru pantaðar 2018 en eftir það hefur ekki ein einasta pöntun borist. Boeing á enn eftir að afhenda 15 vélar. Það tekur um um tvo mánuði að framleiða eina vél og því eru enn rúmlega tvö ár í að búið verði að framleiða allar 15 vélarnar.

Frá upphafi hefur Boeing selt 1.571 vél af þessari gerð. 356 slíkar vélar eru enn í rekstri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“