fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025

Frosti gerir upp árið 2017: „Stundir sem maður upplifir sennilega aldrei aftur“

„Gárungar segja að stemningin sem þá myndaðist hafi helst minnt á fall Berlínarmúrsins“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. desember 2017 11:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Logason, útvarpsmaður á X-inu, segist ekki gráta það þó árið 2017 sé senn á enda. Þó segist hann munu sakna ákveðinna stunda frá árinu sem er að líða. „Stundir sem maður upplifir sennilega aldrei aftur.“

Þetta segir Frosti í bakþönkum Fréttablaðsins í dag.

Varðandi þær stundir sem við munum líklega aldrei upplifa aftur, segir Frosti:

„Líklega ber þar hæst þá fölskvalausu gleði sem greip um sig meðal landsmanna þegar alþjóðlegur verslunarrisi opnaði útibú sitt í sjálfu heimaþingi kapítalismans, Kauptúni í Garðabæ,“ segir Frosti sem bætir við að Costco hafi birst okkur að vori sem vermandi sól og fengið okkur til að gleyma öllum okkar þrautum.

„Gárungar segja að stemningin sem þá myndaðist hafi helst minnt á fall Berlínarmúrsins, þegar hundruð þúsunda streymdu yfir í frelsið úr margra áratuga höftum og hörmungum. Jafnvel íslenskir sósíalistar réðu sér ekki af kæti og skáluðu í kampavíni á meðan þeir létu renna í langþráð froðubað sem loksins fékkst hér á mannsæmandi kjörum.“

Frosti bætir svo við að góðærisveislan hafi haldið áfram að stigmagnast þökk sé „endingargóðu gæðaeldsneyti sem flæddi úr dælum heimsvaldastefnunnar.“

Þá hafi sótsvörtum almúganum loks boðist klósettpappír og jarðarber á kostnaðarverði.

„Heilt yfir virðist hagur landsmanna því hafa stórbatnað á árinu. Því er ekki úr vegi að ljúka árinu á ríflegri hækkun launa presta og biskups. Þeir eru jú hin skæra birtingarmynd frelsarans sem lýsir okkur áfram á vegi lífsins. Við vonum að þeir miðli fyrir okkur almúgann góðum óskum til Drottins um fleiri Costco-verslanir og hamingju á nýju ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína

Samningi rift vegna ólgusjó eftir að hann var fundinn sekur um að lemja unnustu sína
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz

Arsenal sagt ætla að skoða enska landsliðsmanninn vegna meiðsla Havertz
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ameríka fyrst eða fullveldi og frelsi

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ameríka fyrst eða fullveldi og frelsi
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Sjokk í Frakklandi – Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu

Sjokk í Frakklandi – Áhrifavaldur lést í beinni útsendingu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gómaður á rúntinum með fyrrverandi – Virðast ætla að reyna á samband í þriðja sinn

Gómaður á rúntinum með fyrrverandi – Virðast ætla að reyna á samband í þriðja sinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Guardiola útskýrir val sitt á fyrirliða – Var alltaf til staðar þegar illa gekk

Guardiola útskýrir val sitt á fyrirliða – Var alltaf til staðar þegar illa gekk