fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Þórólfi brá við yfirlýsingu Kára- „Þetta setur strik í reikninginn. Klárlega.“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 6. júlí 2020 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir allt útlit fyrir að hugsa landamæraeftirlit vegna COVID-19 faraldursins upp á nýtt eftir að Kári Stefánsson tilkynnti að íslensk erfðagreining væri hætt aðkomu sinni að skimunum. Þetta kemur fram í samtali Þórólfs við mbl.is. 

Sjá einnig: Íslensk erfðagreining hættir skimun – Kári sakar Katrínu og Svandísi um virðingarleysi

„Þetta setur strik í reikninginn. Klárlega. Það lítur allt út fyrir það að við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt,“ sagði Þórólfur. Sem sagðist að öðru leyti lítið geta tjáð sig þar sem tilkynning Kára væri nýtilkomin.

Hann tekur þó fram að það sé ljóst að veirufræðideild Landspítalans geti ekki fyllt upp í skarð íslenskrar erfðagreiningar eins og staðan er núna.

„Hún get­ur ekki sinnt eins mörg­um sýn­um og Íslensk erfðagrein­ing hef­ur gert fram að þessu. Íslensk erfðagrein­ing hef­ur nátt­úru­lega staðið sig gríðarlega vel og við stönd­um í mik­illi þakk­ar­skuld við þau.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins
Fréttir
Í gær

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina