Leikarinn Zac Efron bjó til heimildarþætti fyrir Netflix sem bera heitið „Down to Earth“. Þættirnir snúast um hvernig hægt er að leysa vanda jarðarinnar þegar kemur að alheimshlýnun. Leikarinn er mest þekktur fyrir söng og dans í kvikmyndunum „High School Musical“ en hann tekur sér frí frá leikferlinum til að kanna sjálfbær samfélög í leit að vistvænum hugmyndum og innblæstri.
„Við erum að reyna að finna nýjar lausnir á gömlum vandamálum. Við þurfum að endurhugsa allt, hvernig við nýtum hlutina, eins og mat og orku okkar líka,“ sagði leikarinn í samtali við Euronews. Í þáttunum ferðast Efron um heiminn með heilsusérfræðingnum Darin Olien til að kanna hina ýmsu menningarheima og kynna sér heilbrigðari og vistvænni leiðir.
Meðal þess sem leikarinn prófar á ferð sinni er matur sem reyktur er í hægðum fólks og fannst honum hann smakkast vel. Efron heimsækir einnig okkar ástkæra Ísland og Landsvirkjun. Þættirnir koma á Netflix þann 10. júlí og stikluna getið þið séð hér að neðan.